Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
   mið 27. ágúst 2025 12:56
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeild kvenna: Sammy með stórleik þegar Breiðablik komst áfram
Kvenaboltinn
Samantha Smith átti stórleik.
Samantha Smith átti stórleik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik 3 - 1 Athlone Towen
1-0 Samantha Smith ('48)
1-1 Madison Gibson ('59)
2-1 Samantha Smith ('77)
3-1 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('78)

Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu írsku meistarana í Athlone Town í forkeppni Meistaradeildar kvenna en leikið var í Hollandi. Blikakonur munu mæta Twente eða Rauðu stjörnunni á laugardaginn um að komast í umspilseinvígi um sæti í aðalkeppninni.

Mjög líklega verður Twente andstæðingurinn en liðin mætast í dag. Það er ansi erfitt að komast í aðalkeppnina þar sem aðeins átján lið taka þátt.

Írska liðið átti stangarskot í fyrri hálfleik í leiknum í dag en staðan var markalaus að honum loknum. Samantha Smith kom svo Breiðabliki yfir snemma í seinni hálfleik eftir hornspyrnu en Madison Gibson jafnaði fyrir Athlone beint úr hornspyrnu.

Breiðablik skoraði svo tvö mörk á tveimur mínútum. Samantha Smith skoraði og lagði svo upp mark sem Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði. 3-1 sigur Breiðabliks lokatölur.

Breiðablik Katherine Devine (m), Heiða Ragney Viðarsdóttir, Elín Helena Karlsdóttir, Samantha Rose Smith (83'), Agla María Albertsdóttir, Andrea Rut Bjarnadóttir, Kristín Dís Árnadóttir (72'), Heiðdís Lillýardóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Barbára Sól Gísladóttir, Birta Georgsdóttir (63')
Varamenn Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir (63'), Karitas Tómasdóttir (83'), Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir (72'), Helga Rut Einarsdóttir, Líf Joostdóttir van Bemmel, Sunna Rún Sigurðardóttir, Edith Kristín Kristjánsdóttir, Lilja Þórdís Guðjónsdóttir, Herdís Halla Guðbjartsdóttir (m), Kyla Elizabeth Burns (m)
Athugasemdir
banner