Crystal Palace hefur náð samkomulagi við Villarreal um spænska vængmanninn Yeremy Pino. Þessi 22 ára leikmaður er á leið í læknisskoðun á Selhurst Park en Palace kaupir hann á 26 milljónir punda.
Palace ákvað að sækja Pino eftir að hafa slet Eberechi Eze til Arsenal fyrir 60 milljónir punda í síðustu viku.
Eze var einn hæfileikaríkasti leikmaður Palace en hann skoraði 14 mörk og átti 11 stoðsendingar þog hjálpaði liðinu að vinna FA-bikarinn.
Eftir 1-1 jafntefli Palace við Nottingham Forest um liðna helgi sagði Oliver Glaser að hann væri bjartsýnn á að félagið myndi kaupa nýja leikmenn áður en glugganum verður lokað á mánudag.
Palace hefur þegar fengið markvörðinn Walter Benítez frá PSV Eindhoven á frjálsri sölu og varnarmanninn Borna frá Ajax á 3 milljónir punda. Þá er félagið að reyna að kaupa Manuel Akanji frá Manchester City.
Pino hefur skorað þrjú mörk í fimmtán landsleikjum fyrir Spán.
Athugasemdir