Isak vill enn fara - Vlahovic orðaður við Liverpool og Newcastle - Lammens færist nær Manchester United
banner
   mið 27. ágúst 2025 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea og Man Utd nálgast samkomulag um Garnacho
Mynd: EPA
Chelsea er að ganga frá samkomulagi við Manchester United um argentínska vængmanninn Alejandro Garnacho en það er Sky Sports sem greinir frá þessu í kvöld.

Man Utd vildi upphaflega fá 50 milljónir punda fyrir Garnacho sem Chelsea taldi of háan verðmiða, en svo virðist sem viðræðurnar séu að verða frágengnar.

Sky segir að félögin séu bjartsýn á að ganga frá skiptunum fyrir mánudag er glugginn í Evrópu lokar.

Garnacho er 21 árs gamall og ekki lengur í myndinni hjá United, en Ruben Amorim, stjóri félagsins, tjáði honum í byrjun sumars að hann mætti leita sér að nýju félagi.

Argentínumaðurinn hefur fengið fjölmörg tilboð í sumar, en vill aðeins fara til Chelsea og útlit fyrir að ósk hans rætist á næstu dögum.
Athugasemdir
banner