20. umferð Bestu deildarinnar lýkur ekki fyrr en 11. september með leik ÍA og Breiðabliks en þrátt fyrir það veljum við úrvalslið umferðarinnar hér og nú. Það eru margir sóknarsinnaðir sem skipa liðið.
Þar á meðal er Tryggvi Hrafn Haraldsson sem skoraði og lagði upp í 4-3 sigri Vals gegn Aftureldingu. Mosfellingar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik en Valsmenn sýndu klærnar eftir hlé og eru áfram með tveggja stiga forystu. Marius Lundemo var meðal markaskorara Vals og er einnig í liði umferðarinnar.
Þar á meðal er Tryggvi Hrafn Haraldsson sem skoraði og lagði upp í 4-3 sigri Vals gegn Aftureldingu. Mosfellingar voru tveimur mörkum yfir í hálfleik en Valsmenn sýndu klærnar eftir hlé og eru áfram með tveggja stiga forystu. Marius Lundemo var meðal markaskorara Vals og er einnig í liði umferðarinnar.

Sölvi Geir Ottesen og lærisveinar í Víking eru í öðru sæti en þeir unnu bikarmeistara Vestra örugglega 4-1. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði eitt og lagði upp tvö, Nikolaj Hansen skoraði tvö mörk.
Stjarnan er í þriðja sæti en liðið vann 2-1 útisigur gegn KR þar sem Árni Snær Ólafsson markvörður var besti maður vallarins. Örvar Eggertsson skoraði bæði mörk Stjörnunnar. Guðmundur Kristjánsson kemst einnig í lið umferðarinnar og Aron Sigurðarson þrátt fyrir að hafa verið í tapliði.
Enginn úr 1-1 jafntefli FH og ÍBV kemst í liðið en KA á þrjá fulltrúa eftir 2-0 sigur gegn Fram; það eru Birgir Baldvinsson, Ívar Örn Árnason og Jóan Simun Edmundsson.
Fyrri lið umferðarinnar:
12.08.2025 09:45
Sterkasta lið 18. umferðar - Tveir saman við stýrið
07.08.2025 09:45
Sterkasta lið 17. umferðar - Eini sigurinn kom á Þjóðhátíð
29.07.2025 09:15
Sterkasta lið 16. umferðar - Patrick í fimmta sinn
21.07.2025 09:30
Sterkasta lið 15. umferðar - Túfa á toppnum
08.07.2025 10:30
Sterkasta lið 14. umferðar - Verulega öflug umferð fyrir Val
30.06.2025 12:00
Sterkasta lið 13. umferðar - Ekroth og Sigurjón í fjórða sinn
24.06.2025 12:15
Sterkasta lið 12. umferðar - Mögnuð innkoma í Eyjum
17.06.2025 08:00
Sterkasta lið 11. umferðar - Tveir úr tapliðum
03.06.2025 11:15
Sterkasta lið 10. umferðar - Átta sem eru í fyrsta sinn
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Valur | 20 | 12 | 4 | 4 | 51 - 31 | +20 | 40 |
2. Víkingur R. | 20 | 11 | 5 | 4 | 38 - 25 | +13 | 38 |
3. Stjarnan | 20 | 10 | 4 | 6 | 38 - 32 | +6 | 34 |
4. Breiðablik | 19 | 9 | 5 | 5 | 34 - 29 | +5 | 32 |
5. FH | 20 | 7 | 5 | 8 | 37 - 32 | +5 | 26 |
6. Vestri | 20 | 8 | 2 | 10 | 21 - 23 | -2 | 26 |
7. KA | 20 | 7 | 5 | 8 | 23 - 35 | -12 | 26 |
8. Fram | 20 | 7 | 4 | 9 | 28 - 28 | 0 | 25 |
9. ÍBV | 20 | 7 | 4 | 9 | 21 - 27 | -6 | 25 |
10. KR | 20 | 6 | 5 | 9 | 41 - 43 | -2 | 23 |
11. Afturelding | 20 | 5 | 6 | 9 | 27 - 34 | -7 | 21 |
12. ÍA | 19 | 5 | 1 | 13 | 20 - 40 | -20 | 16 |
Athugasemdir