Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 29. september 2020 20:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fór Dier á klósettið í miðjum leik? - Mourinho náði í hann
Mynd: Getty Images
Eric Dier vakti ekki mikla lukku hjá knattspyrnustjóra sínum, Jose Mourinho, þegar hann hljóp til búningsklefa á meðan leik Tottenham og Chelsea stóð yfir.

Leikurinn, sem er í enska deildabikarnum, er enn í gangi og er hann á leið í vítaspyrnukeppni; staðan er 1-1.

Dier hljóp inn í búningsklefa í síðari hálfleiknum, þó honum hafi ekki verið skipt af velli.

Ekki er nákvæmlega vitað hvað Dier stóð til en netverjar eru flestir sammála um það að Dier hafi einfaldlega verið að hoppa á klósettið. Mourinho, stjóri Tottenham, var brjálaður og hljóp á eftir Dier. Enski landsliðsmaðurinn kom svo á harðaspretti út úr klefanum.

„Ég ætla að giska á að hann þurft að fara á klósettið. Leikmenn skíta bara ekki lengur á völlinn. Hvað er að þeim?" skrifaði Gary Lineker, fyrrum landsliðsmaður Englands, á Twitter en hann kúkaði eftirminnilega á sig í miðjum leik á HM 1990.




Athugasemdir
banner
banner