Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 29. september 2022 19:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Conte: Vonandi fær svona fólk ævilangt bann frá fótbolta
Mynd: Getty Images

Kynþáttaníð hefur verið mikið í sviðsljósinu síðustu vikur en Brasilíumennirnir Vinicius Jr leikmaður Real Madrid og Richarlison leikmaður Tottenham hafa orðið fyrir aðkasti.


Áhorfandi kastaði banana í átt að Richarlison í leik með brasilíska landsliðinu í vikunni en Antonio Conte stjóri Tottenham var spurður út í atvikið.

„Auðvitað vona ég að þetta fólk verði bannað frá fótbolta ævilangt. Það er leiðinlegt að þurfa að ræða þetta, ég vil ræða það besta sem hann gerði í leiknum. Hann skoraði mörk og naut þess að spila fyrir Brasilíu," sagði Conte.

Tottenham heimsækir Arsenal í Lundúnarslag í hádeginu á laugardaginn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner