Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 29. september 2022 15:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að portúgalska stuðningsfólkið sé heimskt og sálarlaust
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Katia Aveiro, systir Cristiano Ronaldo, hefur komið bróður sínum til varnar í kjölfarið á mikilli gagnrýni sem hann hefur fengið í heimalandi sínu, Portúgal.

Ronaldo, sem er 37 ára, átti erfiðan landsleikjaglugga með Portúgal þar sem hann var ekki upp á sitt besta.

Ronaldo er að ganga í gegnum erfiða tíma þar sem hann er varamaður í Manchester United og þá er kallað eftir því að hann verði settur á bekkinn hjá portúgalska landsliðinu.

Það hefur verið talað um það í portúgölskum fjölmiðlum og á meðal stuðningsmanna að Ronaldo verðskuldi það ekki að vera byrjunarliðsmaður í portúgalska landsliðinu á þessum tímapunkti, en systir hans er ósátt við þessa umræðu og lætur fólk heyra það.

Hún segir í færslu á Instagram að portúgalska stuðningsfólkið sé sálarlaust, heimskt og vanþakklátt. „Hann er búinn að gefa og gefa," segir systir Ronaldo um bróður sinn, en hún er ekki par sátt við umræðuna sem er að myndast.

Hún segir jafnframt að Ronaldo sé besti fótboltamaður í heimi.

Hann er klárlega einn besti fótboltamaður sögunnar, en það er erfitt að færa rök fyrir því að hann sé sá besti í heiminum í dag. Hann er á niðurleið og er það skiljanlegt í ljósi þess hve gamall hann er orðinn.

Sjá einnig:
Leggur til við Ronaldo að hætta í fótbolta


Athugasemdir
banner
banner
banner