Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 29. september 2022 10:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta er bara einn flottasti fótboltabúningur sem ég hef séð"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska karlalandsliðið spilaði sinn fyrsta leik í nýjum varabúningum er þeir mættu Albaníu í Þjóðadeildinni á þriðjudag.

Búningarnir hafa verið að fá mjög góð viðbrögð eftir leikinn en Rúrik Gíslason, fyrrum landsliðsmaður, hrósaði þeim sérstaklega í útsendingu Viaplay frá leiknum.

„Þetta er bara einn flottasti fótboltabúningur sem ég hef séð," sagði Rúrik eftir leikinn.

„Þetta er fyrsti fótboltabúningurinn sem mig langar að kaupa mér held ég. Þetta er geggjaður búningur."

Hér að neðan má sjá myndir frá KSÍ úr leiknum þar sem leikmenn eru í nýja búningnum. Það er erfitt að vera ósammála Rúrik, þetta er virkilega flottur búningur. Eða hvað?


Athugasemdir
banner
banner