Bayern finnst óraunhæft að geta fengið Varane - Werner tilbúinn að hafna United - Sesko til Arsenal? - Klopp hrifinn af Malen - Van de Beek á förum
banner
   fös 29. september 2023 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Harvey Barnes spilar ekki meira á árinu
Harvey Barnes.
Harvey Barnes.
Mynd: EPA
Eddie Howe, stjóri Newcastle, hefur staðfest að Harvey Barnes muni ekki spila meira á þessu ári.

Barnes meiddist á fæti snemma í leik Newcastle og Sheffield United síðasta sunnudag. Hann haltraði af velli á 12. mínútu í leiknum sem Newcastle kláraði afskaplega sannfærandi, 8-0.

„Við teljum að hann verði frá í um þrjá mánuði," sagði Howe við fréttamenn í dag.

„Hann þarf ekki að fara í aðgerð, sem eru góðar fréttir. Þetta eru meiðsli undir tánni. Hann er byrjaður í endurhæfingunni og hann þarf að byggja sig aftur upp."

Barnes, sem var keyptur frá Leicester í sumar, hefur komið við sögu í sex leikjum í ensku úrvalsdeildinni til þess og er búinn að skora eitt mark.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner