KFG mætti Víði Garði í úrslitum Fótbolti.net bikarsins. KFG komst yfir í leiknum en Víðir jafnaði rétt fyrir hálfleik og skoruðu sigurmarkið undir lok leiks. Kristján Másson mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Víðir 2 - 1 KFG
„Ömurlegt að tapa þessu í lokin. Mér fannst við eiga vera búnir að klára þetta, mér fannst við búnir að vera betra liðið.
En maður er samt hrærður yfir öllum þessum meisturum sem mættu á leikinn. Ég vissi að það yrði alltaf stemning en þetta var meira en ég bjóst við."
„Við vorum ekki nógu góðir, á öllum sviðum. Við vorum ekki að skapa, halda boltanum, tengja nógu vel.
Svo nýttum við ekki þessi dauðafæri sem við fengum, sérstaklega í fyrri hálfleik sem hefði getað drepið leikinn."
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir