Tarik Ibrahimagic var sannkölluð hetja Víkings sem vann Val, 3-2 í kvöld. Tarik jafnaði metin á 69. mínútu og skoraði sigurmark leiksins á 93. mínútu. Hetja Víkinga mætti í viðtal eftir leik.
Lestu um leikinn: Valur 2 - 3 Víkingur R.
„Þetta var ótrúleg tilfinning. Við þurftum þessi þrjú stig og að skora sigurmarkið í uppbótartíma fyrir framan stuðningsmennina var ótrúlegt."
Tarik hefur bara skorað gegn Val sem Víkingur.
„Það er eins og ég skori bara á móti Val. Ég væri til í að spila við þá alla daga."
„Það er ástæða af hverju þetta lið hefur unnið svona mikið. Það er mikil sigurhefð í liðinu. Við vitum að við þurfum bara að skapa færin og halda ró okkar og þá skorum við."
Næsti leikur Víkinga er í Sambandsdeildinni gegn Omonia
„Þetta er stór leikur fyrir Ísland og fyrir Víkinga, fyrsti leikur í Sambandsdeildinni."
Viðtalið við Tarik má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir