Það hefur gengið afleitlega hjá Vestra síðan liðið lyfti bikarnum og liðið sogast í mikla fallbaráttu. Liðið tapaði 0-5 fyrir ÍBV í þessari umferð og er tveimur stigum fyrir ofan fallsæti.
Frá því að Vestri vann bikarmeistaratitilinn fyrr á tímabilinu hefur liðið ekki unnið leik og aðeins uppskorið eitt stig. Vestri er nú aðeins tveimur stigum frá fallsæti.
Davíð var á sínu þriðja tímabili með Vestra, hann tók við liðinu í Lengjudeildinni og tryggði Vestra upp um deild á sínu fyrsta tímabili. Samningur Davíðs var að renna út eftir þetta tímabil og var óvíst hvort hann myndi halda áfram með liðið.
Áður en hann tók við Vestra stýrði Davíð Kórdrengjum og í sex ár og náði mögnuðum árangri þar sem hann kom liðinu upp úr 4. deild og upp í næst efstu deild.