Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   fim 29. október 2020 13:59
Elvar Geir Magnússon
Bikarnum og áhugamannafótbolta frestað í Frakklandi vegna Covid
Bikarkeppnunum í Frakklandi hefur verið frestað þar til í dsember þar sem tilfellum kórónaveirunnar og dauðsföllum vegna veirunnar fjölgar í landinu.

Þá hefur allur áhugamannafótbolti í landinu verið stöðvaður.

Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hefur tilkynnt um hertar aðgerðir vegna faraldursins.

Atvinnuíþróttir í landinu halda áfram en án áhorfenda.

Frá og með morgundeginum má almenningur í Frakklandi aðeins yfirgefa heimili sín ef nauðsyn krefur en ástandið í landinu er mjög slæmt, eins og víða í Evrópu.
Athugasemdir
banner