Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   sun 29. nóvember 2020 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Parkinson rekinn frá Sunderland
Phil Parkinson hefur verið látinn fara úr starfi sínu við stjórnvölinn hjá Sunderland eftir 1-1 jafntefli gegn Fleetwood Town á föstudaginn.

Það var fimmti leikurinn í röð sem Sunderland mistókst að sigra og eigendum nóg boðið. Parkinson er rekinn eftir rétt rúmlega ár í starfi. Hann tók við í október 2019 og stýrði liðinu í áttunda sæti í ensku C-deildinni.

Sunderland er í áttunda sæti eftir 13 umferðir á nýju tímabili, aðeins tveimur stigum frá umspilssæti, en það þykir ekki nægilega gott þar á bæ þar sem stefnan er sett á að fara upp í Championship.

Sunderland féll úr úrvalsdeildinni 2017 og hafa ýmsir stjórar reynt fyrir sér án árangurs síðan. Jack Ross kom Sunderland í umspilið 2018-19 en var rekinn nokkrum mánuðum síðar.
Athugasemdir
banner
banner
banner