Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 29. nóvember 2020 11:30
Ívan Guðjón Baldursson
Þjálfari í efstu deild í Portúgal lést í gær
Mynd: Getty Images
Vitor Oliveira lést í gær, aðeins tveimur vikum eftir 67 ára afmælið sitt. Hann fór út í göngutúr og lést af hjartaáfalli.

Oliveira er goðsögn í Portúgal þar sem hann var atvinnumaður í þrettán ár áður en hann hóf þjálfaraferilinn.

Oliveira þjálfaði í 35 ár og var síðast við stjórnvölinn hjá Gil Vicente. Hann bjargaði liðinu frá falli á síðustu leiktíð og ákvað svo að leggja þjálfaraferilinn til hliðar til þess að gerast lýsandi í portúgalska sjónvarpinu.

„Ég get ekki sagt að ég hafi verið vinur Vitor Oliveira því við fengum ekki mörg tækifæri til að spjalla en ég hef alltaf borið mikla virðingu fyrir honum og litið upp til hans. Þetta var algjör toppþjálfari, heiðarlegur maður og mikill sigurvegari. Ég sendi innilegar samúðarkveðjur á fjölskylduna," sagði Jose Mourinho, stjóri Tottenham, en hans menn mæta Chelsea í stórleik í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner