Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mán 30. janúar 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Assombalonga til Watford (Staðfest)

Watford er búið að staðfesta komu Britt Assombalonga á fimm mánaða samningi með möguleika á eins árs framlengingu. 


Assombalonga kemur á frjálsri sölu eftir að hafa verið samherji Birkis Bjarnasonar hjá Adana Demirspor í Tyrklandi. Hann fékk að rifta samningi sínum við félagið.

Assombalonga er þrítugur framherji sem getur einnig leikið á báðum köntum og býr yfir mikilli reynslu úr Championship deildinni.

Watford er í umspilsbaráttunni en Assombalonga þekkir hana vel eftir sex tímabil með Nottingham Forest og Middlesbrough.

Framherjinn hefur í heildina skorað 75 mörk í 221 leik í Championship deildinni.

Assombalonga snýr aftur til uppeldisfélagsins sem hann spilaði fjóra deildarleiki fyrir áður en hann skipti yfir til Peterborough United í C-deildinni - og var svo seldur til Forest ári síðar.


Athugasemdir
banner