Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. janúar 2023 15:29
Elvar Geir Magnússon
Ayari kominn til Brighton (Staðfest)
Ayari lætur fara vel um sig á heimavelli Brighton & Hove Albion.
Ayari lætur fara vel um sig á heimavelli Brighton & Hove Albion.
Mynd: Brighton & Hove Albion
Brighton hefur staðfest kaup á sænska landsliðsmanninum Yasi Ayari frá AIK í Svíþjóð. Ayari er nítján ára gamall og er keyptur á um 3,5 milljónir punda.

Hann var sautján ára gamall þegar hann lék sinn fyrsta leik fyrir AIK og á síðasta tímabili skoraði hann fjögur mörk í 24 deildarleikjum.

Ayari er lýst sem fjölhæfum og tæknilega góðum miðjumanni sem líður vel með boltann.

Á heimasíðu Brighton er sagt að Ayari þurfi tíma til að aðlagast ensku úrvalsdeildinni en félaginu hlakki til að vinna með honum.

Ayari lék sína fyrstu landsleiki fyrir Svíþjóð fyrr í þessum mánuði, í 2-0 sigri gegn Finnlandi og 2-1 sigri gegn Íslandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner