Rabiot nálgast Man Utd - Mount til sölu - Branthwaite fær stórbættan samning - Kante hefur náð samkomulagi við West Ham
   mán 30. janúar 2023 20:38
Ívan Guðjón Baldursson
Sevilla fær Gil frá Tottenham (Staðfest)
Mynd: EPA

Sevilla er búið að staðfesta lánssamning við spænska kantmanninn Bryan Gil, sem snýr aftur til uppeldisfélagsins.


Gil þótti eitt mesta efni Spánar á sínum tíma en hefur ekki staðist væntingar eftir að Tottenham keypti hann sumarið 2021.

Gil fór til Valencia á láni á seinni hluta síðustu leiktíðar en tókst ekki að láta ljós sitt skína. Hann hefur fengið ýmis tækifæri með Tottenham en ekki tekist að nýta þau, hann á ekki nema tvær stoðsendingar í 31 keppnisleik með félaginu.

Gil fer á lánssamningi sem gildir út tímabilið en Tottenham vildi ekki láta kaupmöguleika fylgja. Þjálfarateymi félagsins hefur miklar mætur á Gil og telur hann einungis eiga eftir að springa út.


Athugasemdir
banner
banner