Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 30. mars 2020 08:40
Elvar Geir Magnússon
Sancho og Saul færast nær Man Utd
Powerade
Saul á Old Trafford?
Saul á Old Trafford?
Mynd: Getty Images
Henrikh Mkhitaryan.
Henrikh Mkhitaryan.
Mynd: Roma
Aubameyang, Sancho, Haaland, Mane, Mkhitaryan, Heaton og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.

Real Madrid hefur áhuga á Pierre-Emerick Aubameyang (30), sóknarmanni Arsena, en aðeins ef félaginu mistekst að krækja í Erling Haaland (19) frá Borussia Dortmund eða Sadio Mane (27) frá Liverpool. (Express)

Real vill einnig fá brasilíska miðjumanninn Igor Gomes (21) frá Sao Paolo en hann gæti kostað 45 milljónir punda. (AS)

Jadon Sancho (20), vængmaður Dortmund, hefur óformlega staðfest að hann muni ganga í raðir Manchester United. Búist er við því að Sancho muni kosta 116 milljónir punda. (Irish Independent)

Manchester United telur miklar líkur á því að fá spænska miðjumanninn Saul Niguez (25) frá Atletico Madrid á metfé, 135 milljónir punda. (Daily Star)

Henrikh Mkhitaryan (31), miðjumaður Arsenal, vonast til að ganga í raðir Roma í sumar. Armeninn er á lánssamningi hjá Roma sem er tilbúið að borga 10 milljónir punda fyrir leikmanninn en Arsenal vill fá 18 milljónir punda. (Mail)

Fjárfestar frá Sádi-Arabíu ætla sér að eignast Newcastle United. (Telegraph)

Markvörðurinn Tom Heaton (33) hjá Aston Villa segist ætla í þjálfun eftir ferilinn. (Independent)

Everton vonast til að fá byggingarleyfi á nýjan leikvang sinn í sumar, þrátt fyrir ástandið í heiminum vegna kórónaveirunnar. (Liverpool Echo)

Newcastle United vill fá miðjumenn Burnley, Robbie Brady og Jeff Hendrick (báðir 28), á frjálsri sölu. Írsku landsliðsmennirnir verða samningslausir í sumar. (Newcastle Chronicle)
Athugasemdir
banner
banner