Áhugi Liverpool á Musiala eykst - Arsenal og Newcastle hafa áhuga á Sane - Simons orðaður við Man Utd
banner
   fim 30. mars 2023 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Aubameyang næstur eftir Roque á lista Barcelona
Mynd: Getty Images

Fabrizio Romano greinir frá því að brasilíski táningurinn Vitor Roque sé efstur á óskalista Barcelona þegar kemur að sóknarmönnum.


Roque er 18 ára gamall og hefur verið lykilmaður í U20 landsliði Brasilíu að undanförnu með 8 mörk í 11 leikjum. Hann var verðlaunaður fyrir góða frammistöðu með tækifæri í sínum fyrsta leik fyrir A-landsliðið á dögunum.

Roque hefur áhuga á að ganga í raðir Barca, en gæti þó valið annað félag í ljósi fjárhagsvandræða innan spænska stórveldisins. Chelsea og Arsenal eru meðal áhugasamra félaga.

Takist Börsungum ekki að krækja í Roque þykir afar líklegt að þeir muni reyna við Pierre-Emerick Aubameyang, sem verður 34 ára í sumar og á eitt eftir af samningi sínum við Chelsea.


Athugasemdir
banner
banner
banner