Lewandowski enn á lista í Sádi-Arabíu - Arsenal ætlar að kaupa Neto í janúar - Lingard fer ekki til West Ham
   fim 30. mars 2023 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gyða Kristín kölluð í U23 landsliðið
watermark Gyða Kristín.
Gyða Kristín.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ein breyting hefur verið gerð á U23 landsliðinu fyrir komandi vináttuleiki gegn Danmörku því Gyða Kristín Gunnarsdóttir hefur verið kölluð inn í hópinn.

Hún kemur inn fyrir Sólveigu Jóhannesdóttur Larsen sem þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla.

Gyða er leikmaður Stjörnunnar en Sólveig er leikmaður Örebro í Svíþjóð. Gyða er fædd árið 2001 og lék gegn Eistlandi með U23 síðasta sumar.

Leikirnir fara fram í Danmörku þann 6. og 9. apríl.

Hópurinn:
Markverðir:
Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving - Stjarnan
Aldís Guðlaugsdóttir - FH

Útileikmenn:
Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Breiðablik
Barbára Sól Gísladóttir - Selfoss
Bergþóra Sól Ásmundsdóttir - Breiðablik
Áslaug Dóra Sigurbjörnsdóttir - Selfoss
Arna Eiríksdóttir - Valur
Sóley María Steinarsdóttir - Þróttur R.
Jelena Tinna Kujundzic - Þróttur R.
Katla María Þórðardóttir - Selfoss
Ída Marín Hermannsdóttir - Valur
Andrea Rut Bjarnadóttir - Breiðablik
Unnur Dóra Bergsdóttir - Selfoss
Þórdís Elva Ágústsdóttir - Valur
Álfhildur Rósa Kjartansdóttir - Þróttur R.
Gyða Kristín Gunnarsdóttir - Stjarnan
Bryndís Arna Níelsdóttir - Valur
Birta Georgsdóttir - Breiðablik
Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir - FH
María Catharina Ólafsd. Gros - Fortuna Sittard
Athugasemdir
banner
banner
banner