Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
   mán 20. maí 2024 09:43
Elvar Geir Magnússon
Lopetegui kynntur hjá West Ham í vikunni
Breska ríkisútvarpið greinir frá því að West Ham muni kynna Julen Lopetegui sem nýjan stjóra seinna í þessari viku.

Þessi fyrrum stjóri Real Madrid og fyrrum landsliðsþjálfari Spánar hefur samþykkt að taka við stjórastarfi West Ham af David Moyes.

Hann fer með sitt nýja lið í tveggja vikna æfingaferð til Bandaríkjanna á undirbúningstímabilinu þar sem leikið verður gegn Crystal Palace og Wolves.

Lopetegui er einmitt fyrrum stjóri Wolves en yfirgaf félagið rétt fyrir þetta tímabil þar sem hann var ósáttur við að ekki var staðið við loforð um fjármagn til leikmannakaupa.

Moyes segist þegar hafa fengið starfstilboð en muni líklega taka sér smá frí og njóta tímans með fjölskyldu sinni. Hann mun starfa sem sérfræðingur hjá BBC og TalkSport á EM í sumar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
5 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
8 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
9 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
10 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
11 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
12 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
18 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner