Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   mán 20. maí 2024 17:58
Sverrir Örn Einarsson
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Lengjudeildin
Brynjar Björn Gunnarsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík þarf enn að bíða eftir fyrsta sigri sínum í Lengjudeildinni þetta árið. Fyrr í dag tók liðið á móti Gróttu á Stakkavíkurvellinum í Safamýri og fór svo að lokum að liðin urðu að sættast á jafntefli 2-2.
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari Grindavíkur var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Grótta

„VIð vildum meira og töldum okkar eiga tækifæri á að ná því en hann var okkur erfiður leikurinn og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Komumst reyndar inn í hálfleik með 1-0 forystu eftir að hafa verið sjálfum okkur verstir. Eftir allt saman svo sem þokkalega sáttur.“

Fyrri hálfleikur á Stakkavíkurvell náði aldrei neinu sérstöku flugi að mati fréttaritara. Bæði lið voru að gera sig sek um einföld mistök og tempóið í leiknum var heldur hægt. Brynjar hefði væntanlega viljað sjá eitthvað annað og betra frá sínum mönnum?

„Við megum ekki gleyma því að við vorum að spila erfiðan leik fyrir þremur dögum við Íslands og bikarmeistaranna. Óneitanlega fer orka í það. Við erum svo búnir að missa töluvert af mönnum bæði úr liðinu og hópnum þannig að sú breidd sem við höfðum fyrir 3-4 vikum höfum við ekki í dag. Fyrri hálfleikur var skynsamlega spilaður af okkar hálfu en þegar við komumst upp völlinn þá vorum við í vandræðum.“

Vinstri bakvarðarstaðan í liði Grindavíkur ætlar að reynast vera nokkur hausverkur fyrir Brynjar þessar vikurnar en talsvert er um meiðsli þar. Kristófer Konráðsson var ekki með í dag vegna meiðsla og Marinó Axel Helgason sem leysti hann af þurfti að fara af velli snemma í fyrri hálfleik. Varamaður hans Hrannar Ingi Magnússon var þá sömuleiðis nokkuð tæpur í aðdraganda leiksins en kláraði þó sínar 75 mínútur rúmlega í dag. Er bölvun á stöðunni?

„Það er ekki gott, ég hef svo sem enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík eða eitthvað annað. Við þurfum bara að bregðast við og leikmenn sem eru valdir til að spila eru klárir til þess. Við verðum bara að sjá á morgun eða hinn hver staðan er í þeirri stöðu og á hópnum yfir höfuð.“

Sagði Brynjar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner