Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
Vill breyta fyrirkomulaginu - „Höfum þetta eins og Bestu deildina“
Dragan brjálaður: Fokking pirrandi
„Við þurfum að hækka rána í frammistöðunni okkar“
Gunnar: Súrt að tapa á svona skítamarki
Chris Brazell: Ég er alls ekki aðal maðurinn á bakvið þennan sigur
Magnús Már: Það hellirignir
Haraldur Freyr: Við sigldum þessu heim
Elvis: Skotland öðruvísi en Vestmannaeyjar
Þjálfari St. Mirren: Fyrsti leikurinn á tímabilinu
Gummi Kristjáns: Við viljum bara meira
Haraldur Árni: Ég veit ekkert hvað hann er að gera hérna í dag
„Mér var bara orðið illt í maganum þegar þeir voru að taka þessar aukaspyrnur í kringum teiginn“
Árni: Gott fyrir klúbbinn að taka Breiðholtsslaginn
Jökull Elísabetar: Glórulaust en þýðir ekkert að væla yfir því
Dóri Árna: Það er eitt að sjá þá á videoum og annað að máta sig gegn þeim
Gunnar Heiðar í banni í Þjóðhátíðarleiknum: Fyrsta rauða spjaldið mitt á ævinni
Óli Hrannar: Við þurfum að spýta í lófana til þess að geta farið að sækja sigra aftur
Venni: Held það sé hræðilegt að tippa á þessa deild
Höskuldur: Ætlum okkur að kasta öllu fram til þess að fara áfram
Arnar Gunnlaugs: Verður bara að reyna að krafla þig úr þessari holu
   mán 20. maí 2024 17:58
Sverrir Örn Einarsson
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Lengjudeildin
Brynjar Björn Gunnarsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík þarf enn að bíða eftir fyrsta sigri sínum í Lengjudeildinni þetta árið. Fyrr í dag tók liðið á móti Gróttu á Stakkavíkurvellinum í Safamýri og fór svo að lokum að liðin urðu að sættast á jafntefli 2-2.
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari Grindavíkur var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Grótta

„VIð vildum meira og töldum okkar eiga tækifæri á að ná því en hann var okkur erfiður leikurinn og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Komumst reyndar inn í hálfleik með 1-0 forystu eftir að hafa verið sjálfum okkur verstir. Eftir allt saman svo sem þokkalega sáttur.“

Fyrri hálfleikur á Stakkavíkurvell náði aldrei neinu sérstöku flugi að mati fréttaritara. Bæði lið voru að gera sig sek um einföld mistök og tempóið í leiknum var heldur hægt. Brynjar hefði væntanlega viljað sjá eitthvað annað og betra frá sínum mönnum?

„Við megum ekki gleyma því að við vorum að spila erfiðan leik fyrir þremur dögum við Íslands og bikarmeistaranna. Óneitanlega fer orka í það. Við erum svo búnir að missa töluvert af mönnum bæði úr liðinu og hópnum þannig að sú breidd sem við höfðum fyrir 3-4 vikum höfum við ekki í dag. Fyrri hálfleikur var skynsamlega spilaður af okkar hálfu en þegar við komumst upp völlinn þá vorum við í vandræðum.“

Vinstri bakvarðarstaðan í liði Grindavíkur ætlar að reynast vera nokkur hausverkur fyrir Brynjar þessar vikurnar en talsvert er um meiðsli þar. Kristófer Konráðsson var ekki með í dag vegna meiðsla og Marinó Axel Helgason sem leysti hann af þurfti að fara af velli snemma í fyrri hálfleik. Varamaður hans Hrannar Ingi Magnússon var þá sömuleiðis nokkuð tæpur í aðdraganda leiksins en kláraði þó sínar 75 mínútur rúmlega í dag. Er bölvun á stöðunni?

„Það er ekki gott, ég hef svo sem enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík eða eitthvað annað. Við þurfum bara að bregðast við og leikmenn sem eru valdir til að spila eru klárir til þess. Við verðum bara að sjá á morgun eða hinn hver staðan er í þeirri stöðu og á hópnum yfir höfuð.“

Sagði Brynjar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner