Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
   mán 20. maí 2024 17:58
Sverrir Örn Einarsson
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Lengjudeildin
Brynjar Björn Gunnarsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík þarf enn að bíða eftir fyrsta sigri sínum í Lengjudeildinni þetta árið. Fyrr í dag tók liðið á móti Gróttu á Stakkavíkurvellinum í Safamýri og fór svo að lokum að liðin urðu að sættast á jafntefli 2-2.
Brynjar Björn Gunnarsson þjálfari Grindavíkur var til viðtals við Fótbolta.net að leik loknum.

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Grótta

„VIð vildum meira og töldum okkar eiga tækifæri á að ná því en hann var okkur erfiður leikurinn og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Komumst reyndar inn í hálfleik með 1-0 forystu eftir að hafa verið sjálfum okkur verstir. Eftir allt saman svo sem þokkalega sáttur.“

Fyrri hálfleikur á Stakkavíkurvell náði aldrei neinu sérstöku flugi að mati fréttaritara. Bæði lið voru að gera sig sek um einföld mistök og tempóið í leiknum var heldur hægt. Brynjar hefði væntanlega viljað sjá eitthvað annað og betra frá sínum mönnum?

„Við megum ekki gleyma því að við vorum að spila erfiðan leik fyrir þremur dögum við Íslands og bikarmeistaranna. Óneitanlega fer orka í það. Við erum svo búnir að missa töluvert af mönnum bæði úr liðinu og hópnum þannig að sú breidd sem við höfðum fyrir 3-4 vikum höfum við ekki í dag. Fyrri hálfleikur var skynsamlega spilaður af okkar hálfu en þegar við komumst upp völlinn þá vorum við í vandræðum.“

Vinstri bakvarðarstaðan í liði Grindavíkur ætlar að reynast vera nokkur hausverkur fyrir Brynjar þessar vikurnar en talsvert er um meiðsli þar. Kristófer Konráðsson var ekki með í dag vegna meiðsla og Marinó Axel Helgason sem leysti hann af þurfti að fara af velli snemma í fyrri hálfleik. Varamaður hans Hrannar Ingi Magnússon var þá sömuleiðis nokkuð tæpur í aðdraganda leiksins en kláraði þó sínar 75 mínútur rúmlega í dag. Er bölvun á stöðunni?

„Það er ekki gott, ég hef svo sem enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík eða eitthvað annað. Við þurfum bara að bregðast við og leikmenn sem eru valdir til að spila eru klárir til þess. Við verðum bara að sjá á morgun eða hinn hver staðan er í þeirri stöðu og á hópnum yfir höfuð.“

Sagði Brynjar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner