Mohamed Salah, leikmaður Liverpool á Englandi, gefur það sterklega til kynna að hann verði áfram hjá félaginu á næstu leiktíð.
Salah, sem verður samningslaus á næsta ári, hefur verið orðaður við félög í Sádi-Arabíu síðasta árið.
Talið var líklegast að þetta yrði árið sem hann myndi fara frá Liverpool en nýjasta færsla hans á X gefur til kynna að hann sé ekki á förum í sumar.
„Við vitum að það eru titlarnir sem telja og við munum gera allt til að landa þeim á næsta tímabili. Stuðningsmennirnir okkar verðskulda það og munum við berjast af öllu afli,“ sagði Salah.
We know that trophies are what count and we will do everything possible to make that happen next season. Our fans deserve it and we will fight like hell. pic.twitter.com/HU98ACVr6q
— Mohamed Salah (@MoSalah) May 20, 2024
Klopp fékk stutta kveðju
Klopp, sem tók við Liverpool árið 2015, stýrði liðinu í síðasta sinn í 2-0 sigrinum á Wolves í gær.
Sérstök og tilfinningarík kveðjuathöfn fór fram á Anfield, en margir leikmenn hafa skrifað til Klopp, þar á meðal Salah, sem var einn og ef ekki besti leikmaðurinn undir hans stjórn.
Salah kom til Liverpool árið 2017 og varð strax í uppáhaldi stuðningsmanna, enda raðaði hann inn mörkum frá fyrsta degi. Klopp átti stóran þátt í að Salah varð að einum besta leikmanni heims.
Kveðjan sem Klopp fékk var ekki löng, heldur stutt og hnitmiðuð, þar sem hann þakkaði Þjóðverjanum fyrir árin sem þeir eyddu saman hjá Liverpool.
„Það var frábært að deila öllum þessum titlum og upplifunum með þér síðustu sjö árin. Ég óska þér alls hins besta í framtíðinni og vona að við hittumst aftur,“ sagði Salah á samfélagsmiðlum.
It was great sharing all those trophies and experiences with you over the past 7 years.
— Mohamed Salah (@MoSalah) May 20, 2024
I wish you the best of luck for the future and hope we meet again. pic.twitter.com/mIES7Ctmhs
Athugasemdir