Toney og David á blaði Man Utd - Bayern vill varnarmann Liverpool - Chelsea endurvekur áhuga á Duran - Luiz nálgast Juventus
   sun 19. maí 2024 16:55
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikar kvenna: FH lagði FHL á lokakaflanum
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH 3 - 2 FHL
1-0 Snædís María Jörundsdóttir ('12)
1-1 Deja Jaylyn Sandoval ('32)
1-2 Samantha Smith ('67)
2-2 Ída Marín Hermannsdóttir ('69)
3-2 Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir ('79)

FH er komið áfram í 8-liða úrslit Mjólkurbikarsins eftir erfiðan sigur gegn FHL í dag.

Snædís María Jörundsdóttir tók forystuna í fyrri hálfleik en Deja Jaylyn Sandoval jafnaði fyrir Austfirðinga og var staðan 1-1 í leikhlé.

Samantha Smith tók forystuna fyrir gestina í síðari hálfleik en Ída Marín Hermannsdóttir var ekki lengi að jafna metin á ný.

Staðan var því 2-2 þegar komið var á lokakafla leiksins en þá skoraði Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir sigurmarkið á 79. mínútu.

Lokatölur urðu því 3-2 og er FH komið áfram í næstu umferð.
Athugasemdir
banner
banner