Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   mán 20. maí 2024 17:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Danijel Dejan Djuric.
Danijel Dejan Djuric.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar tóku sterk þrjú stig í dag.
Víkingar tóku sterk þrjú stig í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara geggjað. Það sem ég vildi fyrir þennan leik," sagði Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, eftir 1-4 sigur gegn Vestra í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  4 Víkingur R.

Danijel var ónotaður varamaður í síðasta deildarleik gegn FH en hann kom inn í liðið í dag og skoraði tvö mörk. Hann var besti maður vallarins.

„Ég var vægast sagt pirraður eftir þann leik, en það eina sem ég pældi í var að standa mig í dag."

Þessi öflugi framherji var mættur beint út á völl með boltapoka eftir leikinn gegn FH. Hann ætlaði sér að komast beint aftur í liðið.

„Þegar maður spilar núll mínútur þá langar manni í fótbolta. Ég fór út á völl og æfði meira. Ég skoraði á móti Grindavík í bikarnum og svo tvö núna. Mér finnst þetta ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér. Það er gaman."

Fékk hann einhverjar skýringar frá þjálfurunum af hverju hann spilaði ekki gegn FH?

„Nei, ég þurfti engar skýringar. Arnar er alltaf með hugsun fyrir því sem hann gerir. Ég treysti honum 100 prósent. Hann er það góður þjálfari. Ég þarf bara að díla við þetta. Hann kveikti bara í mér og það er vel gert hjá honum."

Danijel var svekktur að ná ekki að skora þrennu í leiknum í dag, en hann var býsna nálægt því. Hann tók meðal annars hjólhestaspyrnu sem endaði næstum því í markinu. Hann er búinn að gera fimm mörk í deildinni til þessa og er á meðal markahæstu manna í deildinni.

„Það er meira á leiðinni. Ég ætla að spila betur. Ég vildi fá þrennuna og ég hugsaði um það eftir að ég fór út af. Svo var það bara áfram gakk. Hefði hjólhestaspyrna dottið, þá veit ég ekki hvað ég hefði gert. Hún fór yfir, en það er bara áfram gakk."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Danijel ræðir meira um leikinn í dag.
Athugasemdir
banner
banner