Chelsea hefur áhuga á Openda - Arsenal vill Onana - Chelsea hafnar tilboði Atletico
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Heimir: Varnarleikur liðsins er bara ekki nógu góður
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
Gregg Ryder: Ég þigg þá hjálp sem Óskar hefur að bjóða
Ólafur Kristófer átti nokkrar úrslitavörslur: Gekk vel hjá mér í dag
Davíð segir sterku röddina oft vera ástæðuna fyrir spjöldum
Rúnar Páll: Settum þetta upp eins og úrslitaleik
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
   mán 20. maí 2024 17:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalnum
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Danijel Dejan Djuric.
Danijel Dejan Djuric.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingar tóku sterk þrjú stig í dag.
Víkingar tóku sterk þrjú stig í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er bara geggjað. Það sem ég vildi fyrir þennan leik," sagði Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings, eftir 1-4 sigur gegn Vestra í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: Vestri 1 -  4 Víkingur R.

Danijel var ónotaður varamaður í síðasta deildarleik gegn FH en hann kom inn í liðið í dag og skoraði tvö mörk. Hann var besti maður vallarins.

„Ég var vægast sagt pirraður eftir þann leik, en það eina sem ég pældi í var að standa mig í dag."

Þessi öflugi framherji var mættur beint út á völl með boltapoka eftir leikinn gegn FH. Hann ætlaði sér að komast beint aftur í liðið.

„Þegar maður spilar núll mínútur þá langar manni í fótbolta. Ég fór út á völl og æfði meira. Ég skoraði á móti Grindavík í bikarnum og svo tvö núna. Mér finnst þetta ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér. Það er gaman."

Fékk hann einhverjar skýringar frá þjálfurunum af hverju hann spilaði ekki gegn FH?

„Nei, ég þurfti engar skýringar. Arnar er alltaf með hugsun fyrir því sem hann gerir. Ég treysti honum 100 prósent. Hann er það góður þjálfari. Ég þarf bara að díla við þetta. Hann kveikti bara í mér og það er vel gert hjá honum."

Danijel var svekktur að ná ekki að skora þrennu í leiknum í dag, en hann var býsna nálægt því. Hann tók meðal annars hjólhestaspyrnu sem endaði næstum því í markinu. Hann er búinn að gera fimm mörk í deildinni til þessa og er á meðal markahæstu manna í deildinni.

„Það er meira á leiðinni. Ég ætla að spila betur. Ég vildi fá þrennuna og ég hugsaði um það eftir að ég fór út af. Svo var það bara áfram gakk. Hefði hjólhestaspyrna dottið, þá veit ég ekki hvað ég hefði gert. Hún fór yfir, en það er bara áfram gakk."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Danijel ræðir meira um leikinn í dag.
Athugasemdir
banner
banner