Chelsea hefur áhuga á Openda - Arsenal vill Onana - Chelsea hafnar tilboði Atletico
   mán 20. maí 2024 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Van Dijk hefur ekki áhyggjur af framtíð Liverpool
Mynd: EPA

Virgil van Dijk fyrirliði Liverpool er viss um að liðinu muni takast að halda dampi með komu Arne Slot sem mun taka við af Jurgen Klopp sem stýrði sínum síðasta leik þegar Liverpool lagði Wolves í lokaumferðinni í gær.


Van Dijk var spurður að því hvort hann væri hræddur um að Liverpool myndi missa dampinn eins og gerðist hjá Man Utd þegar Sir Alex Ferguson hætti en hann vildi ekki bera þetta saman.

„Vonandi getum við áfram barist á toppnum og haldið stöðugleika. Það er aðalatriðið,við verðum að vinna saman sem hópur, verðum að vinna saman á slæmum köflum líka. Ég hef engar áhyggjur en það er klárlega eitthvað sem maður þarf að halda áfram að vinna að," sagði Van Dijk.

Klopp tókst að snúa blaðinu við hjá Liverpool og koma liðinu aftur á toppinn á Englandi og í Evrópu en hann vann sjö titla á þeim níu árum sem hann var hjá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner