29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   sun 19. maí 2024 23:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samsungvellinum
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er léttir. Mér fannst við vera með stjórn á leiknum en við gáfum tvö ódýr mörk," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-4 sigur gegn Stjörnunni í framlengdum leik í Mjólkurbikar kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  4 Breiðablik

„Við skoruðum mark úr vítaspyrnu í framlengingunni. Það var aldrei vítaspyrna. Hún rann. Það var mikið um skrítnar ákvarðanir á báða vegu allan leikinn. Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig," sagði Nik hreinskilinn.

Sigurmark Breiðabliks í leiknum var gjöf, vítaspyrna sem átti aldrei nokkurn tímann að vera dæmd.

„Þetta var algjör gjöf, en Katrín var spörkuð niður nokkrum mínútum seinna. Kannski jafnaðist þetta út við það. En þetta var algjör gjöf. Ég ætla ekki að segja að ég hafi ekki séð þetta. Ákvörðunin var mjög slæm."

Er öðruvísi að vinna leikinn þegar hann ræðst á svona atriði?

„Sigur er sigur í enda dagsins, jafnvel þó að hann komi eftir svona ákvörðun. Við þurfum enn að skora úr spyrnunni og halda út. Við hefðum átt að halda út til að gera þetta auðveldara fyrir okkur."

Breiðablik fer núna í átta-liða úrslitin en liðið hefur unnið alla sína leiki í sumar til þessa. Næst er það stórleikur gegn Val.

„Það verður erfiður leikur. Þær fengu auðveldari leik í dag, en við munum jafna okkur," sagði Nik en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir