Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   sun 19. maí 2024 23:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samsungvellinum
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kvenaboltinn
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er léttir. Mér fannst við vera með stjórn á leiknum en við gáfum tvö ódýr mörk," sagði Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, eftir 3-4 sigur gegn Stjörnunni í framlengdum leik í Mjólkurbikar kvenna í kvöld.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  4 Breiðablik

„Við skoruðum mark úr vítaspyrnu í framlengingunni. Það var aldrei vítaspyrna. Hún rann. Það var mikið um skrítnar ákvarðanir á báða vegu allan leikinn. Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig," sagði Nik hreinskilinn.

Sigurmark Breiðabliks í leiknum var gjöf, vítaspyrna sem átti aldrei nokkurn tímann að vera dæmd.

„Þetta var algjör gjöf, en Katrín var spörkuð niður nokkrum mínútum seinna. Kannski jafnaðist þetta út við það. En þetta var algjör gjöf. Ég ætla ekki að segja að ég hafi ekki séð þetta. Ákvörðunin var mjög slæm."

Er öðruvísi að vinna leikinn þegar hann ræðst á svona atriði?

„Sigur er sigur í enda dagsins, jafnvel þó að hann komi eftir svona ákvörðun. Við þurfum enn að skora úr spyrnunni og halda út. Við hefðum átt að halda út til að gera þetta auðveldara fyrir okkur."

Breiðablik fer núna í átta-liða úrslitin en liðið hefur unnið alla sína leiki í sumar til þessa. Næst er það stórleikur gegn Val.

„Það verður erfiður leikur. Þær fengu auðveldari leik í dag, en við munum jafna okkur," sagði Nik en hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner