Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
banner
   þri 21. maí 2024 08:46
Elvar Geir Magnússon
Stjóri Birmingham lætur af störfum vegna veikinda
Tony Mowbray hefur verið að glíma við ótilgreind veikindi og gekk undir viðamikla aðgerð vegna þeirra. Hann hefur því ákveðið að segja upp starfi sínu sem stjóri Birmingham til að einbeita sér að fullu að ná sér og verja tíma með fjölskyldu sinni.

Mowbray fór upphaflega í veikindaleyfi í febrúar en nú er ljóst að hann mun ekki snúa aftur. Hann vann fjóra af átta leikjum eftir að hafa verið ráðinn í janúar.

Birmingham er því enn og aftur í stjóraleit en Gary Rowett var ráðinn til bráðabirgða og fékk það verkefni að reyna að halda liðinu í Championship-deildinni. Það gekk ekki og liðið féll niður í C-deildina.

„Það hefur komið í ljós að ég mun ekki ná fullri heilsu nægilega tímanlega til að geta undirbúið Birmingham City á sem bestan hátt fyrir næsta tímabil. Því hef ég ákveðið að taka þessa erfiðu ákvörðun að stíga til hliðar," segir Mowbray sem er 60 ára.

Mowbray segist stefna á að snúa aftur í stjórastarf þegar hann hefur náð fullri heilsu.

Tímabilið var hreinlega skelfilegt fyrir Birmingham en allt fór í skrúfuna eftir að Wayne Rooney hafði verið ráðinn sem stjóri.
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Coventry 11 7 4 0 31 8 +23 25
2 Middlesbrough 11 7 3 1 15 7 +8 24
3 Millwall 11 6 2 3 13 13 0 20
4 Bristol City 11 5 4 2 19 11 +8 19
5 Charlton Athletic 11 5 3 3 13 9 +4 18
6 Stoke City 11 5 3 3 12 8 +4 18
7 Hull City 11 5 3 3 19 19 0 18
8 QPR 11 5 3 3 15 16 -1 18
9 Leicester 11 4 5 2 15 11 +4 17
10 West Brom 11 5 2 4 12 13 -1 17
11 Preston NE 11 4 4 3 12 10 +2 16
12 Watford 11 4 3 4 13 13 0 15
13 Birmingham 11 4 3 4 11 14 -3 15
14 Ipswich Town 10 3 4 3 16 13 +3 13
15 Wrexham 11 3 4 4 15 16 -1 13
16 Swansea 11 3 4 4 10 11 -1 13
17 Portsmouth 11 3 4 4 10 12 -2 13
18 Southampton 11 2 6 3 12 15 -3 12
19 Derby County 11 2 5 4 12 16 -4 11
20 Oxford United 11 2 3 6 11 14 -3 9
21 Sheffield Utd 11 3 0 8 7 17 -10 9
22 Norwich 11 2 2 7 11 16 -5 8
23 Blackburn 10 2 1 7 8 16 -8 7
24 Sheff Wed 11 1 3 7 9 23 -14 6
Athugasemdir
banner
banner