Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
   mán 20. maí 2024 19:46
Sölvi Haraldsson
Sindri Kristinn: Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður mjög illa að hafa tapað þessum leik. Þetta eru vonbrigði.“ sagði Sindri Kristinn Ólafsson, markmaður FH, eftir 2-1 tap gegn KR í dag.


Lestu um leikinn: FH 1 -  2 KR

Leikurinn í dag var án efa leikur tveggja hálfleikja. En afhverju var FH-liðið svona slappt í fyrri hálfleik en góðir í þeim seinni?

Við gefum fyrri hálfleikinn og erum hreint út sagt ömurlegir. Við leyfðum þeim bara að koma. Í þau skipti sem við reyndum að spila gáfum við þeim bara boltann. Þeir hefðu getað refsað okkur meira.

Það átti sér stað mjög umdeilt atvik í fyrri hálfleik þegar Helgi Mikael, dómari leiksins, dæmir vítaspyrnu fyrir KR. Sindri Kristinn var brotlegur en hann vill meina að þetta hafi verið hrein og bein mistök hjá dómaranum, Helga.

Ég er ósammála því að ég gef þessa vítaspyrnu því Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu alveg gefins. Ég hoppa bara upp í boltann. Vissulega næ ég honum ekki alveg en ég á rétt að hoppa upp í þetta einvígi ef ég kýli hann ekki. Ég er ekki nálægt því að kýla manninn. Þetta eru bara hrein og bein mistök hjá Helga Mikael vil ég meina.

Hvernig metur Sindri þessa byrjun á mótinu hjá FH?

Heilt yfir vonbrigði. Við viljum værum til í að vera með 16 stig. Þá held ég að ég væri sáttur. Þetta er ekki nógu gott.

Næsti leikur hjá FH er gegn Valsmönnum á Hlíðarenda.

Það er bara geggjað að spila þessa stórleiki. Við þurfum bara að fara á Hlíðarenda og bæta upp fyrir leikinn í dag,“ sagði Sindri að lokum.

Viðtalið við Sindra má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner