Chelsea hefur áhuga á Openda - Arsenal vill Onana - Chelsea hafnar tilboði Atletico
   mán 20. maí 2024 18:03
Brynjar Ingi Erluson
Sverrir bjargaði stigi fyrir Midtjylland - Júlíus skoraði og Logi með stoðsendingu
Sverrir Ingi Ingason skoraði jöfnunarmarkið
Sverrir Ingi Ingason skoraði jöfnunarmarkið
Mynd: Getty Images
Júlíus skoraði fyrir Fredrikstad
Júlíus skoraði fyrir Fredrikstad
Mynd: Lemos Media
Brynjar og Viðar unnu óvæntan sigur á toppliði Bodö/Glimt
Brynjar og Viðar unnu óvæntan sigur á toppliði Bodö/Glimt
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason skoraði jöfnunarmark Midtjylland í 3-3 jafntefli gegn Nordsjælland í næst síðustu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í kvöld.

Midtjylland lenti í miklum vandræðum gegn Nordsjælland. Staðan var 3-0 fyrir heimamönnum eftir 36 mínútur og allt stefndi í að Midtyjlland væri að fara tapa þessum leik stórt.

Franculino og Mads Bech Sörensen minnkuðu muninn fyrir gestina áður en flautað var til lok fyrri hálfleiks.

Snemma í síðari hálfleik kom Franculino boltanum tvisvar í netið en rangstaða dæmd í bæði skiptin.

Tíu mínútum fyrir leikslok dró til tíðinda. Midtjylland fékk hornspyrnu sem Emiliano Martínez tók, beint á kollinn á Sverri sem stangaði boltann í netið. Hann fagnaði því af innlifun eins og sjá má á myndbandinu sem fylgir fréttinni.

Þetta jöfnunarmark dugði ekki til að halda toppsætinu en liðið er í öðru sæti með 62 stig, eins og Bröndby, sem er með betri markatölu fyrir lokaumferðina.

Bröndby vann á meðan Stefán Teit Þórðarson og félaga í Silkeborg, 2-0. Bröndby er með betri markatölu en Midtjylland fyrir lokaumferðina, en Midtjylland mætir Silkeborg á meðan Bröndby spilar við AGF.Júlíus á skotskónum - Annar sigur Ham/Kam í röð

Júlíus Magnússon var á skotskónum í 3-0 sigri Fredrikstad á Lilleström í norsku úrvalsdeildinni. Þetta var annað mark hans fyrir félagið.

Fredrikstad er í 3. sæti með 20 stig eftir níu leiki.

Hilmir Rafn Mikaelsson var í byrjunarliði Kristiansund sem gerði 2-2 jafntefli við Brann. Brynjólfur Andersen Willumsson var ekki í hópnum hjá Kristiansund sem er í 10. sæti með 10 stig.

Viðar Ari Jónsson var í byrjunarliði Ham/Kam sem lagði topplið Bodö/Glimt óvænt, 1-0. Brynjar Ingi Bjarnason kom inn af bekknum undir lokin.

Ham/Kam var að vinna annan leik sinn í röð og er nú komið upp í 9. sæti með 10 stig.

Patrik Sigurður Gunnarsson stóð í marki Viking í 3-0 sigri á Sandefjörd. Viking er í 5. sæti með 15 stig.

Logi Tómasson lagði þá upp annað mark Strömsgodset í 2-0 sigri á Haugesund. Hlynur Freyr Karlsson og Anton Logi Lúðvíksson voru báðir á bekknum hjá Haugesund, en Anton kom inn af bekknum í síðari hálfleik.

Strömsgodset er í 8. sæti með 13 stig en Haugesund í 11. sæti með 10 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner