Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Kiddi Freyr: Ég kann þetta ennþá
Jökull: Ætluðum okkur alla leið en gerðum ekki nóg
Túfa: Lagt mikla vinnu til að verða liðið sem keppir aftur um titla
Óskar: Alltaf gaman að vera í besta liðinu á Íslandi
Bjarni Jó: Mikil reisn í þessu hjá Jóni Daða
Formaðurinn í skýjunum: Stærstu skipti í sögu félagsins
Tómas Þórodds: Jón Daði ekta karakter til að koma heim
Ítarlegt viðtal við Jón Daða - „Sú tilhugsun sat ekki nægilega vel í mér"
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
   sun 19. maí 2024 23:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samsungvellinum
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Kvenaboltinn
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan er úr leik í bikarnum.
Stjarnan er úr leik í bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög erfitt að þurfa að kyngja þessu en maður verður bara að gera það," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tap gegn Breiðabliki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í kvöld.

Úrslitin réðust á ótrúlegum vítaspyrnudómi í framlengingunni. Vítaspyrna sem var engan veginn réttlætanleg.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  4 Breiðablik

„Það sást alveg strax að það væri ekki um neitt leikbrot að ræða," sagði Kristján en hann var búinn að horfa aftur á atvikið á myndbandinu þegar hann mætti í viðtal eftir leik.

„Ég er búinn að horfa á þetta. Mér leið eins og flestum sem spiluðu með Stjörnunni í kvöld: Mjög illa."

„Fyrsta markið á fyrstu mínútu leiksins er alveg út úr korti. Þá svikum við það hvernig við settum upp leikinn. Það var ekki nógu vel gert. En svo unnum við okkur inn í leikinn. Okkur leið mjög vel með þetta og frammistaðan hjá liðinu var frábær. Það voru leikmenn í okkar lið sem voru ótrúlega góðar," sagði Kristján en það gerði þetta enn meira svekkjandi fyrir Stjörnuna að þær lentu 1-3 undir og komu til baka. Að tapa þessu svona svo.

Að úrslitin ráðist svona í mikilvægum bikarleik er alls ekki nógu gott.

„Þetta er bara eitthvað sem fylgir leiknum, svona atvik. Einhverjum finnst þetta mjög gaman. Mér fannst heildarframmistaðan mjög slök hjá þeim sem dæmdu leikinn. Því miður. Ég veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið. Ég held að þetta sé allt í lagi. Ég held að ég verði ekki tekinn á teppið. Ég styð það sem verið er að gera að bæta umgjörðina og taka aðeins í lurginn á þjálfurum, en svona hlutir skemma mikið fyrir dómurum," sagði Kristján en hvernig mun ganga fyrir Stjörnuliðið að jafna sig á þessu?

„Það er stærsta verkefnið í þessari viku. Að vinna leikmennina aftur upp í orku. Það er ljóst að það verður verkefni. Þær eru mjög svekktar með þetta."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner