Chelsea hefur áhuga á Openda - Arsenal vill Onana - Chelsea hafnar tilboði Atletico
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Heimir: Varnarleikur liðsins er bara ekki nógu góður
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
Gregg Ryder: Ég þigg þá hjálp sem Óskar hefur að bjóða
Ólafur Kristófer átti nokkrar úrslitavörslur: Gekk vel hjá mér í dag
Davíð segir sterku röddina oft vera ástæðuna fyrir spjöldum
Rúnar Páll: Settum þetta upp eins og úrslitaleik
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
   sun 19. maí 2024 23:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Samsungvellinum
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan er úr leik í bikarnum.
Stjarnan er úr leik í bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er mjög erfitt að þurfa að kyngja þessu en maður verður bara að gera það," sagði Kristján Guðmundsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir tap gegn Breiðabliki í 16-liða úrslitum Mjólkurbikars kvenna í kvöld.

Úrslitin réðust á ótrúlegum vítaspyrnudómi í framlengingunni. Vítaspyrna sem var engan veginn réttlætanleg.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  4 Breiðablik

„Það sást alveg strax að það væri ekki um neitt leikbrot að ræða," sagði Kristján en hann var búinn að horfa aftur á atvikið á myndbandinu þegar hann mætti í viðtal eftir leik.

„Ég er búinn að horfa á þetta. Mér leið eins og flestum sem spiluðu með Stjörnunni í kvöld: Mjög illa."

„Fyrsta markið á fyrstu mínútu leiksins er alveg út úr korti. Þá svikum við það hvernig við settum upp leikinn. Það var ekki nógu vel gert. En svo unnum við okkur inn í leikinn. Okkur leið mjög vel með þetta og frammistaðan hjá liðinu var frábær. Það voru leikmenn í okkar lið sem voru ótrúlega góðar," sagði Kristján en það gerði þetta enn meira svekkjandi fyrir Stjörnuna að þær lentu 1-3 undir og komu til baka. Að tapa þessu svona svo.

Að úrslitin ráðist svona í mikilvægum bikarleik er alls ekki nógu gott.

„Þetta er bara eitthvað sem fylgir leiknum, svona atvik. Einhverjum finnst þetta mjög gaman. Mér fannst heildarframmistaðan mjög slök hjá þeim sem dæmdu leikinn. Því miður. Ég veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið. Ég held að þetta sé allt í lagi. Ég held að ég verði ekki tekinn á teppið. Ég styð það sem verið er að gera að bæta umgjörðina og taka aðeins í lurginn á þjálfurum, en svona hlutir skemma mikið fyrir dómurum," sagði Kristján en hvernig mun ganga fyrir Stjörnuliðið að jafna sig á þessu?

„Það er stærsta verkefnið í þessari viku. Að vinna leikmennina aftur upp í orku. Það er ljóst að það verður verkefni. Þær eru mjög svekktar með þetta."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner