Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Maresca á blaði hjá City - Atletico hefur áhuga á Rashford
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   mán 20. maí 2024 16:59
Elvar Geir Magnússon
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Björn Gunnarsson skoraði glæsimark þegar ÍBV gerði 1-1 jafntefli gegn Þór í Lengjudeildinni í dag. Hægt er að sjá markið hérna.

„Ég fékk hann bara skemmtilega fyrir vinstri fótinn, það er minn sterkari fótur svo það var ekkert annað í stöðunni en að láta vaða. Mörkin sem maður hefur skorað eru ekki mörg og líklega eitthvað í að við sjáum þetta aftur," segir Bjarki Björn þegar hann er beðinn um að lýsa markinu sínu.

Lestu um leikinn: ÍBV 1 -  1 Þór

„Svekkjandi að missa þetta niður, ég veit ekki með þetta rauða spjald sem við fengum. Þetta var 50/50 og ég vil sjá þetta aftur."

Baráttan var allsráðandi í leiknum.

„Það var Eyjastemning yfir þessu. Þetta var fram og til baka. Menn voru orðnir aðeins of þreyttir í lokin, mikið hlaup fram og til baka. En við tökum þetta stig."

Bjarki er kominn aftur til ÍBV á láni frá Víkingi og segir að sér líði vel í Eyjum.

„Maður hefði auðvitað viljað spila fyrir Víking en það er erfitt að fá spiltíma þar," segir Bjarki sem var ánægður með sína frammistöðu og vonar að Víkingar hafi verið að fylgjast með.
Athugasemdir
banner