Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   mán 20. maí 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía í dag - Tveir spennandi slagir
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Næstsíðustu umferð ítalska deildartímabilsins lýkur með tveimur æsispennandi leikjum í dag.

Fyrri leikurinn fer fram í Salerno þar sem fallið lið Salernitana tekur á móti fallbaráttuliði Verona.

Verona getur bjargað sér frá falli með sigri í dag en Salernitana er aðeins með 16 stig eftir 36 umferðir og hefur ekki unnið nema tvo deildarleiki á tímabilinu.

Bologna og Juventus eigast við í seinni leik dagsins þar sem liðin eru að berjast um þriðja sæti deildarinnar. Liðin eru jöfn á stigum og verður spennandi að fylgjast með þessum slag.

Thiago Motta, þjálfari Bologna, er gríðarlega eftirsóttur og er sagður vera með þriggja ára samningstilboð frá Juventus á borðinu. Stjórn félagsins vill að hann taki við af Max Allegri sem var rekinn á dögunum.

Leikir dagsins:
16:30 Salernitana - Verona
18:45 Bologna - Juventus
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir
banner
banner