Toney og David á blaði Man Utd - Bayern vill varnarmann Liverpool - Chelsea endurvekur áhuga á Duran - Luiz nálgast Juventus
   sun 19. maí 2024 18:39
Ívan Guðjón Baldursson
2. deild kvenna: Þrjár þrennur í stórsigri Völsungs
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sindri 0 - 10 Völsungur
0-1 Halla Bríet Kristjánsdóttir ('9 )
0-2 Krista Eik Harðardóttir ('15 )
0-3 Hildur Anna Brynjarsdóttir ('21 )
0-4 Halla Bríet Kristjánsdóttir ('27 )
0-5 Krista Eik Harðardóttir ('35 )
0-6 Halla Bríet Kristjánsdóttir ('60 )
0-7 Berta María Björnsdóttir ('65 )
0-8 Berta María Björnsdóttir ('70 )
0-9 Krista Eik Harðardóttir ('79 )
0-10 Berta María Björnsdóttir ('84 )

Það fór einn leikur fram í 2. deild kvenna í dag þar sem Völsungur heimsótti Sindra og úr varð algjör markasúpa.

Það var aðeins eitt lið á vellinum þar sem Húsvíkingar gerðu sér lítið fyrir og skoruðu tíu mörk í stórsigri.

Halla Bríet Kristjánsdóttir, Krista Eik Harðardóttir og Berta María Björnsdóttir skoruðu sitthvora þrennuna í sigrinum og skoraði Hildur Anna Brynjarsdóttir eitt mark til að vera með í partýinu.

Völsungur er með sex stig eftir tvær umferðir en Sindri situr eftir með þrjú stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner