Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mán 20. maí 2024 19:58
Sölvi Haraldsson
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður vel. Sigurinn nærir. Fín frammistaða í fyrri hálfleik á boltanum og fín varnarframmistaða í seinni hálfleik. Þeir hentu öllu í okkur. Við náðum að harka út sigur. Geggjað að fá sigur og núna getum við byggt ofan á það.“ sagði Aron Sigurðarson, framherji KR, sem skoraði fyrsta mark leiksins er KR lagði FH 2-1 í dag.


Lestu um leikinn: FH 1 -  2 KR

Aron er með enga beina útskýringu á því afhverju það var svona mikill munur á KR-liðinu í fyrri hálfleik og seinni hálfleik.

Við vorum miklu betri í fyrri hálfleik og þeir miklu betri í seinni hálfleik. Við fengum besta færið í seinni hálfleik þegar við sleppum einir í gegn en svona er fótboltinn. Þeir eru með frábært lið og hentu öllu sem þeir áttu að okkur í seinni hálfleiknum.

Aron telur að sigurinn í dag hafi verið mjög mikilvægur eftir að hafa farið í gegnum erfiða leiki þar sem menn voru að ofmeta sjálfan sig að hans mati.

Mjög mikilvægt. Líka mjög mikilvægt að sjá hvað við lögðum í leikinn. Við áttum gott undirbúningstímabil og komum vel inn í mótið. Síðan héldu menn að þeir væru miklu betri en þeir eru og lögðu minna í leiki. Við þurfum að koma svona stemmdir inn í alla leiki.

Það var jákvætt fyrir KR-inga að sjá Aron byrja leikinn í dag en hvernig er standið á honum?

Standið verður betra með leikjunum. Ég var auðvitað frá í vikur en þetta kemur hægt og rólega.“ sagði Aron Sig að lokum.

Viðtalið við Aron má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner