Chelsea hefur áhuga á Openda - Arsenal vill Onana - Chelsea hafnar tilboði Atletico
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Heimir: Varnarleikur liðsins er bara ekki nógu góður
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
Gregg Ryder: Ég þigg þá hjálp sem Óskar hefur að bjóða
Ólafur Kristófer átti nokkrar úrslitavörslur: Gekk vel hjá mér í dag
Davíð segir sterku röddina oft vera ástæðuna fyrir spjöldum
Rúnar Páll: Settum þetta upp eins og úrslitaleik
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
   mán 20. maí 2024 19:58
Sölvi Haraldsson
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður vel. Sigurinn nærir. Fín frammistaða í fyrri hálfleik á boltanum og fín varnarframmistaða í seinni hálfleik. Þeir hentu öllu í okkur. Við náðum að harka út sigur. Geggjað að fá sigur og núna getum við byggt ofan á það.“ sagði Aron Sigurðarson, framherji KR, sem skoraði fyrsta mark leiksins er KR lagði FH 2-1 í dag.


Lestu um leikinn: FH 1 -  2 KR

Aron er með enga beina útskýringu á því afhverju það var svona mikill munur á KR-liðinu í fyrri hálfleik og seinni hálfleik.

Við vorum miklu betri í fyrri hálfleik og þeir miklu betri í seinni hálfleik. Við fengum besta færið í seinni hálfleik þegar við sleppum einir í gegn en svona er fótboltinn. Þeir eru með frábært lið og hentu öllu sem þeir áttu að okkur í seinni hálfleiknum.

Aron telur að sigurinn í dag hafi verið mjög mikilvægur eftir að hafa farið í gegnum erfiða leiki þar sem menn voru að ofmeta sjálfan sig að hans mati.

Mjög mikilvægt. Líka mjög mikilvægt að sjá hvað við lögðum í leikinn. Við áttum gott undirbúningstímabil og komum vel inn í mótið. Síðan héldu menn að þeir væru miklu betri en þeir eru og lögðu minna í leiki. Við þurfum að koma svona stemmdir inn í alla leiki.

Það var jákvætt fyrir KR-inga að sjá Aron byrja leikinn í dag en hvernig er standið á honum?

Standið verður betra með leikjunum. Ég var auðvitað frá í vikur en þetta kemur hægt og rólega.“ sagði Aron Sig að lokum.

Viðtalið við Aron má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner