Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
   mán 20. maí 2024 19:58
Sölvi Haraldsson
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður vel. Sigurinn nærir. Fín frammistaða í fyrri hálfleik á boltanum og fín varnarframmistaða í seinni hálfleik. Þeir hentu öllu í okkur. Við náðum að harka út sigur. Geggjað að fá sigur og núna getum við byggt ofan á það.“ sagði Aron Sigurðarson, framherji KR, sem skoraði fyrsta mark leiksins er KR lagði FH 2-1 í dag.


Lestu um leikinn: FH 1 -  2 KR

Aron er með enga beina útskýringu á því afhverju það var svona mikill munur á KR-liðinu í fyrri hálfleik og seinni hálfleik.

Við vorum miklu betri í fyrri hálfleik og þeir miklu betri í seinni hálfleik. Við fengum besta færið í seinni hálfleik þegar við sleppum einir í gegn en svona er fótboltinn. Þeir eru með frábært lið og hentu öllu sem þeir áttu að okkur í seinni hálfleiknum.

Aron telur að sigurinn í dag hafi verið mjög mikilvægur eftir að hafa farið í gegnum erfiða leiki þar sem menn voru að ofmeta sjálfan sig að hans mati.

Mjög mikilvægt. Líka mjög mikilvægt að sjá hvað við lögðum í leikinn. Við áttum gott undirbúningstímabil og komum vel inn í mótið. Síðan héldu menn að þeir væru miklu betri en þeir eru og lögðu minna í leiki. Við þurfum að koma svona stemmdir inn í alla leiki.

Það var jákvætt fyrir KR-inga að sjá Aron byrja leikinn í dag en hvernig er standið á honum?

Standið verður betra með leikjunum. Ég var auðvitað frá í vikur en þetta kemur hægt og rólega.“ sagði Aron Sig að lokum.

Viðtalið við Aron má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir