Börsungar vilja varnarmann Bournemouth - Man Utd vill tvo leikmenn - Igor Thiago til Liverpool?
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
   mán 20. maí 2024 19:58
Sölvi Haraldsson
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér líður vel. Sigurinn nærir. Fín frammistaða í fyrri hálfleik á boltanum og fín varnarframmistaða í seinni hálfleik. Þeir hentu öllu í okkur. Við náðum að harka út sigur. Geggjað að fá sigur og núna getum við byggt ofan á það.“ sagði Aron Sigurðarson, framherji KR, sem skoraði fyrsta mark leiksins er KR lagði FH 2-1 í dag.


Lestu um leikinn: FH 1 -  2 KR

Aron er með enga beina útskýringu á því afhverju það var svona mikill munur á KR-liðinu í fyrri hálfleik og seinni hálfleik.

Við vorum miklu betri í fyrri hálfleik og þeir miklu betri í seinni hálfleik. Við fengum besta færið í seinni hálfleik þegar við sleppum einir í gegn en svona er fótboltinn. Þeir eru með frábært lið og hentu öllu sem þeir áttu að okkur í seinni hálfleiknum.

Aron telur að sigurinn í dag hafi verið mjög mikilvægur eftir að hafa farið í gegnum erfiða leiki þar sem menn voru að ofmeta sjálfan sig að hans mati.

Mjög mikilvægt. Líka mjög mikilvægt að sjá hvað við lögðum í leikinn. Við áttum gott undirbúningstímabil og komum vel inn í mótið. Síðan héldu menn að þeir væru miklu betri en þeir eru og lögðu minna í leiki. Við þurfum að koma svona stemmdir inn í alla leiki.

Það var jákvætt fyrir KR-inga að sjá Aron byrja leikinn í dag en hvernig er standið á honum?

Standið verður betra með leikjunum. Ég var auðvitað frá í vikur en þetta kemur hægt og rólega.“ sagði Aron Sig að lokum.

Viðtalið við Aron má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner