Chelsea hefur áhuga á Openda - Arsenal vill Onana - Chelsea hafnar tilboði Atletico
   mán 20. maí 2024 23:48
Brynjar Ingi Erluson
4. deild: Ýmir vann þriðja leikinn í röð - Fjögur vítaspyrnumörk í Hveragerði
Ýmir vann þriðja sigur sinn í sumar
Ýmir vann þriðja sigur sinn í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Ýmir vann góðan 1-0 sigur á KÁ í 4. deild karla í dag og er því áfram með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir.

Gabriel Delgado Costa skoraði eina mark Ýmis á 37. mínútu leiksins en Ýmir hefur nú unnið alla þrjá leiki sína í deildinni. KÁ er á meðan með 3 stig.

Hamar og Tindastóll gerðu 3-3 jafntefli í Hveragerði. Máni Snær Benediktsson kom heimamönnum í forystu á 13. mínútu áður en Guido Rancez bætti við öðru úr víti á 40. mínútu.

Konráð Freyr Sigurðsson minnkaði muninn með vítaspyrnumarki tveimur mínútum síðar.

Manuel Ferriol Martínez jafnaði metin á 73. mínútu áður en Konráð skoraði úr annarri vítaspyrnu sinni í leiknum nokkrum mínútum fyrir leikslok.

Hamar tókst að bjarga stigi með fjórða vítaspyrnumarki leiksins en það var Rodrigo Leonel Depetris sem gerði það. Lokatölur 3-3 í dramatískum leik.

Hamar er í 2. sæti með 7 stig en Tindastóll með 4 stig í 3. sæti.

Úrslit og markaskorarar:

Ýmir 1 - 0 KÁ
1-0 Gabriel Delgado Costa ('37 )

Hamar 3 - 3 Tindastóll
1-0 Máni Snær Benediktsson ('13 )
2-0 Guido Rancez ('40 , Mark úr víti)
2-1 Konráð Freyr Sigurðsson ('42 , Mark úr víti)
2-2 Manuel Ferriol Martínez ('73 )
2-3 Konráð Freyr Sigurðsson ('89 , Mark úr víti)
3-3 Rodrigo Leonel Depetris ('90 , Mark úr víti)
4. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Ýmir 7 6 1 0 21 - 8 +13 19
2.    Hamar 7 5 2 0 22 - 13 +9 17
3.    Tindastóll 6 3 2 1 12 - 8 +4 11
4.    Árborg 7 3 2 2 17 - 18 -1 11
5.    KÁ 7 3 1 3 19 - 13 +6 10
6.    Kría 7 3 1 3 16 - 17 -1 10
7.    KH 7 3 0 4 23 - 18 +5 9
8.    KFS 7 2 0 5 20 - 22 -2 6
9.    Skallagrímur 6 1 0 5 5 - 14 -9 3
10.    RB 7 0 1 6 9 - 33 -24 1
Athugasemdir
banner