Chelsea hefur áhuga á Openda - Arsenal vill Onana - Chelsea hafnar tilboði Atletico
   mán 20. maí 2024 22:30
Brynjar Ingi Erluson
PSG nær samkomulagi við Lille
Mynd: Getty Images
Paris Saint-Germain hefur náð samkomulagi við Lille um kaup á Leny Yoro en þetta kemur fram í frönskum fjölmiðlum.

Yoro er 18 ára gamall miðvörður sem spilaði 32 deildarleiki með Lille á tímabilinu.

Hann er einn sá efnilegasti í Frakklandi og afar eftirsóttur en PSG og Real Madrid eru að elitast við hann.

Samkvæmt frönsku miðlunum hefur PSG náð 50 milljóna evra samkomulagi við Lille um varnarmanninn en Real Madrid er enn að íhuga tilboð.

Íslenski landsliðsmaðurinn Hákon Arnar Haraldsson er á mála hjá Lille en liðið mun spila í Evrópudeildinni á næsta ári eftir að hafa rétt misst af Meistaradeildarsæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner