Chelsea hefur áhuga á Openda - Arsenal vill Onana - Chelsea hafnar tilboði Atletico
   þri 21. maí 2024 10:02
Elvar Geir Magnússon
Henderson ekki með Englandi á EM
Mynd: EPA
Það ríkir spenna meðal fótboltaáhugafólks á Englandi þennan þriðjudaginn því að í dag mun landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate tilkynna 30 manna hóp fyrir EM í Þýskalandi.

Fyrir mótið verður hópurinn síðan skorinn niður í 26 leikmenn.

Áður en kemur að EM mun England spila vináttulandsleik við Ísland á Wembley þann 7. júní.

The Athletic greinir frá því að Jordan Henderson, fyrrum fyrirliði Liverpool, verði ekki í hópnum. Henderson á 81 landsleik fyrir England en þessi 33 ára miðjumaður hefur spilað fyrir þjóð sína á sex síðustu stórmótum.

Umdeilt var þegar Henderson ákvað að fara til Sádi-Arabíu fyrir ári síðan og samdi við Al-Ettifaq. Hann fann sig ekki á Mið-Austurlöndum og gekk í raðir hollenska stórliðsins Ajax í janúar.
Athugasemdir
banner
banner