Toney og David á blaði Man Utd - Bayern vill varnarmann Liverpool - Chelsea endurvekur áhuga á Duran - Luiz nálgast Juventus
   sun 19. maí 2024 15:24
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Sjáðu markið: Caicedo skoraði frá miðju
Mynd: EPA

Chelsea er komið yfir gegn Bournemouth en liðið er í harðri baráttu um Evrópusæti. Liðið mun tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni með sigri og gæti laumað sér í Evrópudeildina ef Tottenham tapar en Tottenham er 1-0 yfir gegn Sheffield.


Caicedo skoraði eftir mistök frá Neto í marki Bournemouth.

Sterling var að sleppa einn í gegn en Neto var á undan í boltann. Hann var kominn vel út úr teignum og ætlaði að sparka boltanum fram.

Það fór ekki betur en svo að Caicedo náði boltanum og var fljótur að hugsa og skaut frá miðju og boltinn hafnaði í netinu.

Sjáðu markið hér


Athugasemdir
banner
banner
banner