Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 21. maí 2024 12:29
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sara Björk yfirgefur Juventus (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Sara Björk Gunnarsdóttir hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Juventus, félagið kvaddi hana á samfélagsmiðlum sínum í dag. Samningur hennar við ítalska félagið er að renna út og er óvíst hvað Sara gerir næst á sínum ferli. Hún kom til Juventus frá Lyon árið 2022.

Síðasti leikur Söru fyrir Juventus var gegn Roma fyrir rúmri viku síðan en hún var ónotaður varamaður í lokaumferðinni gegn Sassuolo. Juventus endaði í 2. sæti deildarinnar í ár, ellefu stigum á eftir Roma. Roma, juventus og Fiorentina fara öll í Meistaradeildina.

Sara er 33 ára miðjumaður sem var í tvö tímabil hjá Juventus. Liðið endaði bæði tímabilin í 2. sæti en á síðasta tímabili varð liðið bikarmeistari.

Á sínum ferli hefur Sara tvisvar sinnum unnið Meistaradeildina, sænsku deildina fjórum sinnum, þýsku deildina fjórum sinnum og frönsku deildina einu sinni. Alls hefur hún sjö sinnum orðið bikarmeistari á sínum ferli. Hún hefur í tvígang verið kjörin íþróttamaður ársins á Íslandi.

Hún lék 145 landsleiki á sínum landsiðsferli og var lengi fyrir liðsins. Hún lagði landsliðsskóna á hilluna eftir árið 2022.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner