Chelsea hefur áhuga á Openda - Arsenal vill Onana - Chelsea hafnar tilboði Atletico
   mán 20. maí 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta: Þurfum að skipta um gír fyrir næstu leiktíð
Mynd: EPA
Mikel Arteta svaraði spurningum eftir 2-1 sigur Arsenal gegn Everton á lokadegi enska úrvalsdeildartímabilsins í gær.

Arsenal endaði í öðru sæti þrátt fyrir að hafa átt magnað tímabil og krækt sér í 89 stig.

„Ég er mjög stoltur. Við gáfum allt í þetta, það var hægt að skynja hversu mikið við þráðum titilinn. Við reyndum okkar besta en því miður dugði það ekki til. Ég verð að óska Manchester City til hamingju, þeir eru meistararnir. Þeir hafa verið ótrúlegir síðan í desember," sagði Arteta eftir leikinn.

„Það er ömurlegt að vinna ekki titilinn en framtíðin er björt, við bættum næstum öll met sem þetta félag hefur nokkurn tímann sett. Þetta er erfiðasta deild í sögunni og við verðum að bæta okkur enn frekar. Við þurfum að finna leiðir til að bæta leik okkar."

Arteta er dáður af stuðningsfólki Arsenal enda hafði félaginu gengið illa í langan tíma áður en hann var ráðinn.

„Það besta við þetta allt saman er að hafa tekist að tengja stuðningsfólkið aftur við liðið, við erum búnir að taka þetta á næsta stig. Þetta er einn af draumunum sem ég átti mér þegar ég tók við félaginu. Ég er sorgmæddur því mig langaði að vinna titil í dag og sá titill hefði verið tileinkaður stuðningsmönnum.

„Við þurfum að vera ákveðnari, hugrakkari og metnaðarfyllri ef við viljum vinna deildina á næstu leiktíð. Við þurfum að skipta um gír."

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 38 28 7 3 96 34 +62 91
2 Arsenal 38 28 5 5 91 29 +62 89
3 Liverpool 38 24 10 4 86 41 +45 82
4 Aston Villa 38 20 8 10 76 61 +15 68
5 Tottenham 38 20 6 12 74 61 +13 66
6 Chelsea 38 18 9 11 77 63 +14 63
7 Newcastle 38 18 6 14 85 62 +23 60
8 Man Utd 38 18 6 14 57 58 -1 60
9 West Ham 38 14 10 14 60 74 -14 52
10 Crystal Palace 38 13 10 15 57 58 -1 49
11 Brighton 38 12 12 14 55 62 -7 48
12 Bournemouth 38 13 9 16 54 67 -13 48
13 Fulham 38 13 8 17 55 61 -6 47
14 Wolves 38 13 7 18 50 65 -15 46
15 Everton 38 13 9 16 40 51 -11 40
16 Brentford 38 10 9 19 56 65 -9 39
17 Nott. Forest 38 9 9 20 49 67 -18 32
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
Athugasemdir
banner
banner
banner