Chelsea hefur áhuga á Openda - Arsenal vill Onana - Chelsea hafnar tilboði Atletico
   þri 21. maí 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Neil Lennon tekur við Rapid Búkarest (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Norður-írski þjálfarinn Neil Lennon hefur verið ráðinn nýr þjálfari rúmenska félagsins Rapid Bucuresti en samningur hans gildir út 2026.

Lennon gerði skoska félagið Celtic fimm sinnum að deildarameistara ásamt því að vinna bikarinn fjórum sinnum.

Hann stýrði einnig Bolton Wanderers og Hibernian en síðast starfaði hann hjá Omonia í Kýpur.

Þar varð hann bikarmeistari en var síðan rekinn í september sama ár eftir slakan árangur í deild.

Lennon hefur nú fundið sér nýtt starf en hann hefur tekið við stjórnartaumunum hjá Rapid Bucuresti í Rúmeníu. Samningurinn er til tveggja ára.

Rapid Bucuresti var eitt sinn með sterkustu liðum Rúmeníu en 21 ár er liðið frá því það vann síðast rúmensku deildina. Lennon er ætlað að koma liðinu aftur á toppinn.
Athugasemdir
banner
banner
banner