Adeyemi tekur Arsenal fram yfir Man Utd - Sancho þarf að lækka launin um helming - Lewandowski til Fenerbahce?
   mán 20. maí 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Moyes: Enginn þjálfari betri heldur en Pep
Mynd: EPA
David Moyes hrósaði Pep Guardiola í hástert eftir 3-1 tap West Ham United gegn Manchester City í lokaumferð enska úrvalsdeildartímabilsins í gær.

Man City innsiglaði fjórða úrvalsdeildartitilinn sinn í röð með sigrinum og varð um leið fyrsta fótboltalið sögunnar til að vinna efstu deild á Englandi fjögur ár í röð.

„Það var oft sagt að lið gætu ekki unnið titilinn tvö ár í röð en núna er Pep búinn að hækka viðmiðið. Það er ótrúlegt að vinna fjórum sinnum í röð," sagði Moyes.

„Allir innan fótboltaheimsins bera mikla virðingu fyrir þjálfunarhæfileikum hans en það þarf meira til að ná svona stöðugum árangri. Hann er virkilega góður að meðhöndla leikmenn vegna þess að þeir haga sér virkilega vel undir hans stjórn. Það er enginn þjálfari betri í sínu starfi heldur en Pep Guardiola.

„Ég held að hann gæti gert góða hluti með hvaða lið sem er, þó hann tæki til dæmis við West Ham. Hann myndi ekki endilega vinna deildina með hvaða liði sem er en hann myndi ná árangri hvar sem er.

„Auðvitað er hann með frábæran leikmannahóp í Manchester og hefur fengið gífurlega mikinn stuðning frá eigendum félagsins."


West Ham endaði í níunda sæti deildarinnar með 52 stig. Liðið var lengi vel í baráttu um Evrópusæti en mun ekki taka þátt í Evrópukeppni á næstu leiktíð. Moyes fær ekki nýjan samning hjá Hömrunum sem hefja nýjan kafla í sinni sögu.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 12 9 2 1 24 6 +18 29
2 Chelsea 12 7 2 3 23 11 +12 23
3 Man City 12 7 1 4 24 10 +14 22
4 Aston Villa 12 6 3 3 15 11 +4 21
5 Crystal Palace 12 5 5 2 16 9 +7 20
6 Brighton 12 5 4 3 19 16 +3 19
7 Sunderland 12 5 4 3 14 11 +3 19
8 Bournemouth 12 5 4 3 19 20 -1 19
9 Tottenham 12 5 3 4 20 14 +6 18
10 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
11 Liverpool 12 6 0 6 18 20 -2 18
12 Brentford 12 5 1 6 18 19 -1 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 12 4 3 5 13 15 -2 15
15 Fulham 12 4 2 6 13 16 -3 14
16 Nott. Forest 12 3 3 6 13 20 -7 12
17 West Ham 12 3 2 7 15 25 -10 11
18 Leeds 12 3 2 7 11 22 -11 11
19 Burnley 12 3 1 8 14 24 -10 10
20 Wolves 12 0 2 10 7 27 -20 2
Athugasemdir
banner