Chelsea hefur áhuga á Openda - Arsenal vill Onana - Chelsea hafnar tilboði Atletico
   mán 20. maí 2024 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Hefði viljað Víking áfram og slátra þeim svo þar"
Fyrir bikarúrslitaleikinn í fyrra.
Fyrir bikarúrslitaleikinn í fyrra.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Afturelding sló út Víking.
Afturelding sló út Víking.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Á morgun verður dregið í átta-liða úrslit Mjólkurbikars kvenna en í gær kláruðust 16-liða úrslitin.

Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks, átti flottan leik í sigri gegn Stjörnunni í gær. Eftir leik var hún í viðtali á RÚV spurð út í óskamótherja fyrir næstu umferð en hún sagðist þá svekkt með að Víkingar væru úr leik. Ríkjandi meistarar Víkings töpuðu gegn Aftureldingu úr Lengjudeildinni í gær.

„Heiðarlega svarið er að ég hefði viljað að Víkingur hefði komist áfram og slátra þeim svo þar," sagði Agla María en Breiðablik tapaði óvænt fyrir Víkingi í úrslitaleiknum í fyrra. Blikar eru í dag á betri stað en þær voru þá, en liðið hefur unnið alla sína leiki í sumar til þessa.

„Það eru enn margar í liðinu sem eru súrar eftir það sem gerðist í fyrra. Það er enginn óskamótherji fyrst þær eru dottnar út."

Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Blika, ræddi einnig við RÚV eftir leikinn og var þar spurð út í úrslitaleikinn í fyrra.

„Nú er þetta bara búið mál. Það er ný keppni byrjuð. Svona er þetta bara. Þetta eru 'all or nothing' leikir og það er gaman að lið úr Lengjudeildinni sé að komast áfram. Ég peppa það," sagði Ásta en það var Afturelding sem sló út Víking í gær

Liðin sem verða í pottinum þegar dregið er í 8-liða úrslit:
Þór/KA
Keflavík
Grindavík
Valur
Afturelding
FH
Þróttur R.
Breiðablik
Athugasemdir
banner
banner