Man Utd með Stiller og Gallagher á blaði - Liverpool með augu á Semenyo - Newcastle vill fá Anderson aftur
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
banner
   mán 20. maí 2024 17:43
Sverrir Örn Einarsson
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Lengjudeildin
Aron Bjarki Jósepsson
Aron Bjarki Jósepsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Mér líður bara ágætlega. Þetta er sterkt stig á móti erfiðu liði. Þó svo að það hafi verið tækifæri til þess að vinna leikinn þá eru þetta bara flott úrslit fyrir okkur.“ Sagði Aron Bjarki Jósepsson leikmaður Gróttu um niðurstöðuna eftir 2-2 jafnteli Gróttu gegn Grindavík á Stakkavíkurvellinum í Safamýri fyrr í dag.

Leikurinn var frekar lokaður framan af og engin sérstök skemmtun. Hann opnaðist þó aðeins í síðari hálfleik þar sem þrjú mörk voru skoruð. Lið Gróttu náði það forystu 2-1 en þurfti að bíta í það súra epli að missa leikinn í jafntefli. Hvað gat liðið gert betur?

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Grótta

„Þetta var svona leikur eins og allir leikirnir í þessari deild eru. Maður þarf að hlaupa og berjast og tækla og vinna einvígin sín. Við hefðum vissulega getað gert betur í að verjast fyrirgjöfunum sem
þeir skora úr. Gerum þar mistök og er refsað fyrir það.“


Grótta hefur farið ágætlega af stað í mótinu og er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 5 stig. Er það á pari við væntingar manna á Seltjarnarnesi ef hefðu menn viljað meira?

„Við erum búnir að ná í einn heimasigur og tvö jafntefli á útvelli gegn mjög erfiðum liðum. Við getum ekkert verið ósáttir, hefðum alveg getað gert betur en við erum sáttir þar sem við erum. Við erum að taka einn dag í einu og reyna að verða betra fótboltalið með hverjum deginum. Ef við höldum áfram að gera það og læra af mistökunum þá verðum við mjög góðir.“

Sagði Aron Bjarki en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner