Mateta og Abraham á lista Villa - Tveir leikmenn orðaðir við Man Utd - Tottenham vill fá Curtis Jones
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
   mán 20. maí 2024 17:43
Sverrir Örn Einarsson
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Lengjudeildin
Aron Bjarki Jósepsson
Aron Bjarki Jósepsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Mér líður bara ágætlega. Þetta er sterkt stig á móti erfiðu liði. Þó svo að það hafi verið tækifæri til þess að vinna leikinn þá eru þetta bara flott úrslit fyrir okkur.“ Sagði Aron Bjarki Jósepsson leikmaður Gróttu um niðurstöðuna eftir 2-2 jafnteli Gróttu gegn Grindavík á Stakkavíkurvellinum í Safamýri fyrr í dag.

Leikurinn var frekar lokaður framan af og engin sérstök skemmtun. Hann opnaðist þó aðeins í síðari hálfleik þar sem þrjú mörk voru skoruð. Lið Gróttu náði það forystu 2-1 en þurfti að bíta í það súra epli að missa leikinn í jafntefli. Hvað gat liðið gert betur?

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Grótta

„Þetta var svona leikur eins og allir leikirnir í þessari deild eru. Maður þarf að hlaupa og berjast og tækla og vinna einvígin sín. Við hefðum vissulega getað gert betur í að verjast fyrirgjöfunum sem
þeir skora úr. Gerum þar mistök og er refsað fyrir það.“


Grótta hefur farið ágætlega af stað í mótinu og er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 5 stig. Er það á pari við væntingar manna á Seltjarnarnesi ef hefðu menn viljað meira?

„Við erum búnir að ná í einn heimasigur og tvö jafntefli á útvelli gegn mjög erfiðum liðum. Við getum ekkert verið ósáttir, hefðum alveg getað gert betur en við erum sáttir þar sem við erum. Við erum að taka einn dag í einu og reyna að verða betra fótboltalið með hverjum deginum. Ef við höldum áfram að gera það og læra af mistökunum þá verðum við mjög góðir.“

Sagði Aron Bjarki en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner