Chelsea hefur áhuga á Openda - Arsenal vill Onana - Chelsea hafnar tilboði Atletico
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
Jón Þór: Fyllilega verðskuldað og rúmlega það
Emil Atla: Ánægður með árásargirnina hjá okkar liði
Heimir: Varnarleikur liðsins er bara ekki nógu góður
Jökull: Hann tók þetta í sínar eigin hendur
Ómar Ingi: Við þurftum að fara út og gera bara eitthvað
Gregg Ryder: Ég þigg þá hjálp sem Óskar hefur að bjóða
Ólafur Kristófer átti nokkrar úrslitavörslur: Gekk vel hjá mér í dag
Davíð segir sterku röddina oft vera ástæðuna fyrir spjöldum
Rúnar Páll: Settum þetta upp eins og úrslitaleik
Gunnar: Engin skömm að tapa fyrir Val
Pétur Péturs: Ósáttur með fyrri hálfleikinn
„Farin að sýna okkur það sem ég hef vitað að hún hefur getað síðan hún var 14 ára”
   mán 20. maí 2024 17:43
Sverrir Örn Einarsson
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Lengjudeildin
Aron Bjarki Jósepsson
Aron Bjarki Jósepsson
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Mér líður bara ágætlega. Þetta er sterkt stig á móti erfiðu liði. Þó svo að það hafi verið tækifæri til þess að vinna leikinn þá eru þetta bara flott úrslit fyrir okkur.“ Sagði Aron Bjarki Jósepsson leikmaður Gróttu um niðurstöðuna eftir 2-2 jafnteli Gróttu gegn Grindavík á Stakkavíkurvellinum í Safamýri fyrr í dag.

Leikurinn var frekar lokaður framan af og engin sérstök skemmtun. Hann opnaðist þó aðeins í síðari hálfleik þar sem þrjú mörk voru skoruð. Lið Gróttu náði það forystu 2-1 en þurfti að bíta í það súra epli að missa leikinn í jafntefli. Hvað gat liðið gert betur?

Lestu um leikinn: Grindavík 2 -  2 Grótta

„Þetta var svona leikur eins og allir leikirnir í þessari deild eru. Maður þarf að hlaupa og berjast og tækla og vinna einvígin sín. Við hefðum vissulega getað gert betur í að verjast fyrirgjöfunum sem
þeir skora úr. Gerum þar mistök og er refsað fyrir það.“


Grótta hefur farið ágætlega af stað í mótinu og er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með 5 stig. Er það á pari við væntingar manna á Seltjarnarnesi ef hefðu menn viljað meira?

„Við erum búnir að ná í einn heimasigur og tvö jafntefli á útvelli gegn mjög erfiðum liðum. Við getum ekkert verið ósáttir, hefðum alveg getað gert betur en við erum sáttir þar sem við erum. Við erum að taka einn dag í einu og reyna að verða betra fótboltalið með hverjum deginum. Ef við höldum áfram að gera það og læra af mistökunum þá verðum við mjög góðir.“

Sagði Aron Bjarki en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner
banner