Chelsea hefur áhuga á Openda - Arsenal vill Onana - Chelsea hafnar tilboði Atletico
   mán 20. maí 2024 14:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Albert valinn í lið ársins
Mynd: Getty Images

Albert Guðmundsson hefur átt stórkostlegt tímabil með Genoa í ítösku deildinni. Hann hefur skorað 13 mörk og lagt upp fjögur í 34 leikjum.


Hann hefur verið orðaður við mörg stórlið í Evrópu og verður áhugavert að sjá hvort hann færi sig um set í sumar.

Hann var valinn í lið ársins í deildinni hjá Italian Football TV. Hann er í fremstu víglínu ásamt Lautaro Martinez og Marcus Thuram leikmönnum Inter.

Aðeins Victor Osimhen, Dusan Vlahovic og Martinez hafa skoraði fleiri mörk en hann. Martinez er langmarkahæstur með 24 mörk.

Hann kom inn á sem varamaður þegar Genoa tapaði gegn Roma 1-0 í næst síðustu umferðinni í gær. Genoa er í 11. sæti með 46 stig. Liðið getur ekki endað ofar en getur fallið niður í 12. sæti í lokaumferðinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner