Toney og David á blaði Man Utd - Bayern vill varnarmann Liverpool - Chelsea endurvekur áhuga á Duran - Luiz nálgast Juventus
Siggi Höskulds svekktur: Ekki alveg búinn að ná stjórn á tilfinningunum
Skrítið að sjá boltann í netinu - „Áttaði mig ekki á því hvort boltinn myndi drífa yfir línuna"
Ekki fallegasta markið - „Hjartað mitt stoppaði"
Sér ekki eftir skiptunum til Arsenal - „Vona að ég átti mig meira á því seinna"
Skoraði fjögur mörk í kvöld - „Hef reyndar skorað sex mörk áður“
Perry Mclachlan: Betra liðið vann
Óli Kristjáns: Ágætis nýting hjá henni
„Held að hann hafi tekið ákvörðunina út frá pressu áhorfenda"
Katrín komin til baka: Í fyrsta skipti að upplifa svona mikla samkeppni
Nik eftir enn einn sigurleikinn: Gefur mér meiri hausverk
Arnór Ingvi: Getum ekki komið tveimur dögum seinna og látið rústa okkur
Sverrir hrósaði Valgeiri - „Ekki auðveldar aðstæður"
Stefán Teitur svekktur að skora ekki - „Tekur þetta með litla puttanum"
Kristian Hlyns: Holland getur farið alla leið á EM
Van Dijk eins og Rolls Royce - „Gefur þeim sjálfstraust eftir að þeir sáu að við unnum England"
Daníel fer líklega á láni í sumar - „Ég segi bara takk við hann"
Gylfi Sig: Ég á eftir að spila í einhver ár í viðbót
Ásgeir Páll: Getum bara verið stoltir af frammistöðunni
Adam Ægir: Maður er athyglissjúkur
Haraldur Freyr: Fórum með þetta eins langt og hægt var
   sun 19. maí 2024 18:33
Sölvi Haraldsson
Gunnar um þriðja markið: Það drap okkur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Ég held að tölurnar segja ansi mikið. Við áttum ekki séns í þessum leik. Því fór sem fór. Þetta var bara ekki okkar dagur.“ sagði Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir 5-0 tap gegn Þrótturum í bikarnum í dag.


Lestu um leikinn: Þróttur R. 5 -  0 Fylkir

Gunnar á engar betri útskýringu á því hvernig fór í dag annað en að Fylkiskonur voru ekki á sínum degi.

Þær voru bara góðan en við lélegar. Við erum komnar frekar djúpt í hópinn okkar. Helmingurinn af liðinu eru 2.- og 3. flokks stelpur. Þetta eru dýrmætir leikir fyrir þær og í bikarnum skiptir ekki máli hvort þú tapir 2-0 eða 5-0.

Fylkiskonur fengu dýrt mark á sig rétt fyrir hálfelik þegar Þróttur komst í 3-0. Gunnar telur að það hafi drepið leikinn fyrir Fylki.

Þriðja markið drap okkur dálítið. Það er miklu skárra að fara inn í hálfleikinn með 2-0 en 3-0, það drap okkur bara. Það kom smá vonleysi í okkur. Þeir skora í lok fyrri og seinni hálfleiks. Þetta fór bara svona.

Næsti leikur Fylkis er gegn Stjörnunni í deildinni en þær hafa tapað þremur leikjum núna í röð í deild og bikar.

Ég hef engar áhyggjur af því. Karakterinn í þessum hóp er fínn og við bara tökum góðar æfingar fram að næsta leik. Við mætum bara tilbúnar í næsta leik gegn Stjörnunni.“ sagði Gunnar að lokum.

Viðtalið við Gunnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner