Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 20. maí 2024 11:53
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bayern og Ajax á eftir Ten Hag - Sesko fær nýjan samning
Powerade
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Slúðurpakki dagsins er kominn í hús. Sancho, Sesko, Souza, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu.


Man Utd vill fá amk 75% af 75 milljón pundum sem liðið borgaði fyrir hann þegar hann gekk til liðs við féelagið frá Dortmund. Hann mun þurfa að taka á sig launalækkun ef hann fer aftur til þýska félagsins en hann er með 275 þúsund pund í vikulaun. (Sun)

RB Leipzig hefur boðið slóvenska framherjanum Benjamin Sesko, 20, nýjan eins árs samning en hann hefur verið orðaður við Arsenal. (Fabrizio Romano)

Sheffield United hefði þurft að borga Lommel hundruði þúsunda ef VInicius Souza, fyrrum leikmaður belgíska liðsins, hefði verið í byrjunarliðinu gegn Tottenham í gær. (Sun)

Argentískir fjölmiðlar greina frá því að Alexis Mac Allister, 25, sé með 60 milljón punda riftunarákvæði í samningi sínum hjá Liverpool. (Mirror)

Bayern Munchen og Ajax eltast enn við Erik ten Hag, 54, í þeirri trú um að hann verði rekinn frá Man Utd í sumar. (Mirror)

David Raya, 28, segir að hann hafi ekki verið í neinum viðræðum við Arsenal um það hvort hann verði áfram hjá félaginu en hann var á láni frá Brentford á nýliðinni leiktíð. (Express)

Ange Postecoglou stjóri Tottenham leggur áherslu á að fá nýjan framherja og varnarsinnaðan miðjumann í sumar. Þá verður hreinsun á leikmannahópi liðsins. (Mirror)

Ipswich segir að þeir eru að gera allt sem í valdi þeirra standi að halda Kieran McKenna, stjóra liðsins en það er mikill áhugi á honum frá Brighton, Chelsea og Man Utd. (Teamtalk)

Chelsea er ekki nálægt því að ná samkomulagi við Conor Gallagher, 24, um nýjan samning. Hann er orðaður við Aston Villa og Tottenham og gæti verið seldur svo félagið brjóti ekki fjármálareglur deildarinnar. (Express)

Josh Kroenke, meðeigandi Arsenal, hefur tjáð stuðningsmönnum að félagið muni ekki 'standa í stað' þar sem félagið er í leit að nýjum leikmönnum til að vinna titla á Englandi og í Evrópu. (Goal)

Mauricio Pochettino stjóri Chelsea segir að hann yrði ángæður með að halda 80-85% af hópnum á næstu leiktíð. (Football.London)

West Ham er nálægt því að kaupa Luis Brown, 18, frá Arsenal. (Caught Offside)

Kylian Mbpape, 25, gæti verið utan hóps hjá PSG í úrslitaleik franska bikarsins gegn Lyon. (RMC Sport)

Aurelien Tchouameni, 24, miðjumaður Real Madrid verður ekki klár í slaginn fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar en hann er að berjast við meiðsli á fæti. (Marca)

Framtíð Xavi, stjóra Barcelona, er enn í óvissu en hann mun funda með Joan Laporta forseta félagsins eftir tímabilið. (Sport)


Athugasemdir
banner
banner
banner