Toney og David á blaði Man Utd - Bayern vill varnarmann Liverpool - Chelsea endurvekur áhuga á Duran - Luiz nálgast Juventus
   sun 19. maí 2024 17:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Man City meistari fjórða árið í röð
Mynd: Getty Images

Manchester City varð í dag Englandsmeistari fjórða árið í röð eftir öruggan sigur á West Ham.


Það var gríðarleg spenna í aðdraganda leiksins þar sem City og Arsenal börðust um titilinn og aðeins tvö stig skildu liðin að.

Þetta leit hins vegar mjög vel út fyrir City snemma leiks þar sem Phil Foden, sem var valinn leikmaður ársins, kom liðinu yfir. Hann bætti síðan við öðru marki. Þá bættist grátt ofan á svart fyrir Arsenal þar sem Idrissa Gana Gueye kom Everton yfir með marki beint úr aukaspyrnu á Emirates.

Mohammed Kudus minnkaði muninn fyrir West Ham með stórkostlegu marki í þann mund sem Takehiro Tomiyasu skoraði og jafnaði metin fyrir Arsenal.

Það var síðan Rodri sem skoraði þriðja mark Manchester City þegar hann átti skot rétt fyrir utan vítateiginn og innsiglaði sigur liðsins en West Ham sýndi litla mótspyrnu í síðari hálfleik. Þetta mark gulltryggði liðinu Englandsmeistaratitilinn.

Kai Havertz kom Arsenal yfir undir lokin en það dugði ekki til.

Arsenal 2 - 1 Everton
0-1 Idrissa Gueye ('40 )
1-1 Takehiro Tomiyasu ('43 )
2-1 Kai Havertz ('89 )

Manchester City 3 - 1 West Ham
1-0 Phil Foden ('2 )
2-0 Phil Foden ('18 )
2-1 Mohammed Kudus ('42 )
3-1 Rodri ('59 )


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 38 28 7 3 96 34 +62 91
2 Arsenal 38 28 5 5 91 29 +62 89
3 Liverpool 38 24 10 4 86 41 +45 82
4 Aston Villa 38 20 8 10 76 61 +15 68
5 Tottenham 38 20 6 12 74 61 +13 66
6 Chelsea 38 18 9 11 77 63 +14 63
7 Newcastle 38 18 6 14 85 62 +23 60
8 Man Utd 38 18 6 14 57 58 -1 60
9 West Ham 38 14 10 14 60 74 -14 52
10 Crystal Palace 38 13 10 15 57 58 -1 49
11 Brighton 38 12 12 14 55 62 -7 48
12 Bournemouth 38 13 9 16 54 67 -13 48
13 Fulham 38 13 8 17 55 61 -6 47
14 Wolves 38 13 7 18 50 65 -15 46
15 Everton 38 13 9 16 40 51 -11 40
16 Brentford 38 10 9 19 56 65 -9 39
17 Nott. Forest 38 9 9 20 49 67 -18 32
18 Luton 38 6 8 24 52 85 -33 26
19 Burnley 38 5 9 24 41 78 -37 24
20 Sheffield Utd 38 3 7 28 35 104 -69 16
Athugasemdir
banner
banner